Innlent

Tæknideildina þarf að efla

Í lok árs 2004 gerði lögreglan tölvur tólf manna upptækar  vegna gruns um brot á höfundaréttarlögum. Rannsóknin stendur ennþá yfir.
Í lok árs 2004 gerði lögreglan tölvur tólf manna upptækar vegna gruns um brot á höfundaréttarlögum. Rannsóknin stendur ennþá yfir.

Lögreglan er ekki í stakk búin til að rannsaka höfundarréttarbrot á netinu á viðunandi hátt. Fjármagn sem veitt er til tæknideilda nægir ekki til að rannsaka allt það sem ætti að rannsaka.

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur rannsakað mál sem tengist skráaskiptaforritinu DC++ síðan í lok árs 2004. Nú fyrst hillir undir lok rannsóknarinnar, tveimur og hálfu ári síðar.

„Það er auðvelt að spyrja af hverju við rannsökum ekki þetta og hitt, en þessi mál eru flókin og þurfa mannskap,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra. „Ef við ætlum að sinna þessari tegund mála sérstaklega hjá Ríkislögreglustjóra þarf að byggja upp betri tæknideild.“

Vinsælasta skráaskiptasvæðið á Íslandi í dag er IsTorrent, en þar skiptast þúsundir Íslendinga á höfundaréttarvörðum lögum, kvikmyndum, leikjum og forritum.

Helgi vildi ekki segja hvort Ríkislögreglustjóri væri að rannsaka IsTorrent, en útilokaði það ekki. „Það þarf að rífa upp hugarfarið og gera umræðu um þessi mál að uppeldisþætti. „Að þessu leyti virðast Íslendingar bera minni virðingu fyrir lögum en nágrannaþjóðirnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×