Áhrif mataræðis á krabbamein 13. júní 2007 06:00 Jane Plant, til hægri ásamt vinkonu sinni, prófessor Kristínu Völu Ragnarsdóttur, sem fjallaði um mataruppskriftir og eiturefni í umhverfinu og áhrif þeirra á krabbamein.fréttablaðið/hörður Prófessor Jane Plant flutti á dögunum fyrirlestur í Háskóla Íslands um áhrif mataræðis á brjóstakrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli. „Ég kom á vegum Odds Benediktssonar, prófessors við Háskóla Íslands, til að flytja erindi um áhrif mataræðis á krabbamein,“ segir Jane Plant, prófessor í jarðefnafræði við Imperial College London, en bók hennar um baráttuna við brjóstakrabbamein, Your Life in Your Hands, hefur verið þýdd á fjölda tungumála og selst í meira en fimm milljónum eintaka. Bókina skrifaði Jane eftir að hafa sigrast á brjóstakrabbameini, en lækninguna rekur hún til breytts mataræðis. „Ég greindist með brjóstakrabbamein fyrir tuttugu árum, sem tók sig síðan upp fjórum sinnum eftir það. Allar hefðbundnar aðferðir brugðust og mér var ekki hugað líf. Þá ákvað ég að hugsa um allt sem gæti hjálpað og mundi hversu lágt hlutfall brjóstakrabbameins er í Kína, þar sem ég hef unnið talsvert með Kínverjum. Þar í landi greinist innan við ein af hverjum 100.000 þúsund konum með brjóstakrabbamein, en í Bretlandi er hlutfallið ein af hverjum níu.“ Jane fór að rannsaka hvaða umhverfisþættir gætu ráðið þessum mun og komst að því að Kínverjar neyta mjólkurafurða í litlum sem engum mæli. Í kjölfarið hætti hún að borða mjólkurvörur, einkum og sér í lagi lífræn, fitulítil jógúrt. Öllum til mikillar furðu, ekki síst henni sjálfri, hvarf krabbameinið eins og dögg fyrir sólu og hefur ekkert bólað á því síðan. Fjórtán ár eru nú liðin og á þeim tíma hefur Jane neytt sama mataræðis. Bók Jane, Your Life in Your Hands, náði miklum vinsældum og ekki leið á löngu þar til henni fóru að berast bréf frá karlmönnum, sem óskuðu eftir því að hún skrifaði sams konar bók um krabbamein í blöðruhálskirtli. „Ég hafði fjallað lítillega um það í fyrri bókinni og ákvað vegna fjölda áskorana að gera því skil í annarri bók. Sú bók hefur sömuleiðis náð vinsældum og skilað jákvæðum áhrifum.“ Jane nefnir sem dæmi þá heilsufarslegu breytingu sem orðið hefur á Oddi sjálfum, eftir að hann tók sér til fyrirmyndar mataræðið sem kynnt er í bókinni. „Oddur þjáðist um tíma af krabbameini í blöðruhálskirtli, en heilsufarið batnaði þegar hann breytti um mataræði eftir að hafa lesið bókina,“ segir hún. „Það er ástæðan fyrir komu minni til landsins. Hann leit mjög vel út þegar ég hitti hann og útskýrði fyrir mér að blóðflögurnar væru nú í eðlilegu magni.“ En hvaða viðbrögð skyldi höfundurinn hafa fengið hérlendis? „Þau hafa flest verið jákvæð,“ svarar Jane. Ég veit að það er á brattann að sækja þar sem íslenskt samfélag byggir efnahaginn að stóru leyti upp á framleiðslu mjólkurafurða. Það breytir ekki því að fólk þarf að vita af hættunni sem fylgir neyslu þeirra, alveg eins og með tókbaksreykingar. Innihald bókanna á brýnt erindi til allra.“ Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Prófessor Jane Plant flutti á dögunum fyrirlestur í Háskóla Íslands um áhrif mataræðis á brjóstakrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli. „Ég kom á vegum Odds Benediktssonar, prófessors við Háskóla Íslands, til að flytja erindi um áhrif mataræðis á krabbamein,“ segir Jane Plant, prófessor í jarðefnafræði við Imperial College London, en bók hennar um baráttuna við brjóstakrabbamein, Your Life in Your Hands, hefur verið þýdd á fjölda tungumála og selst í meira en fimm milljónum eintaka. Bókina skrifaði Jane eftir að hafa sigrast á brjóstakrabbameini, en lækninguna rekur hún til breytts mataræðis. „Ég greindist með brjóstakrabbamein fyrir tuttugu árum, sem tók sig síðan upp fjórum sinnum eftir það. Allar hefðbundnar aðferðir brugðust og mér var ekki hugað líf. Þá ákvað ég að hugsa um allt sem gæti hjálpað og mundi hversu lágt hlutfall brjóstakrabbameins er í Kína, þar sem ég hef unnið talsvert með Kínverjum. Þar í landi greinist innan við ein af hverjum 100.000 þúsund konum með brjóstakrabbamein, en í Bretlandi er hlutfallið ein af hverjum níu.“ Jane fór að rannsaka hvaða umhverfisþættir gætu ráðið þessum mun og komst að því að Kínverjar neyta mjólkurafurða í litlum sem engum mæli. Í kjölfarið hætti hún að borða mjólkurvörur, einkum og sér í lagi lífræn, fitulítil jógúrt. Öllum til mikillar furðu, ekki síst henni sjálfri, hvarf krabbameinið eins og dögg fyrir sólu og hefur ekkert bólað á því síðan. Fjórtán ár eru nú liðin og á þeim tíma hefur Jane neytt sama mataræðis. Bók Jane, Your Life in Your Hands, náði miklum vinsældum og ekki leið á löngu þar til henni fóru að berast bréf frá karlmönnum, sem óskuðu eftir því að hún skrifaði sams konar bók um krabbamein í blöðruhálskirtli. „Ég hafði fjallað lítillega um það í fyrri bókinni og ákvað vegna fjölda áskorana að gera því skil í annarri bók. Sú bók hefur sömuleiðis náð vinsældum og skilað jákvæðum áhrifum.“ Jane nefnir sem dæmi þá heilsufarslegu breytingu sem orðið hefur á Oddi sjálfum, eftir að hann tók sér til fyrirmyndar mataræðið sem kynnt er í bókinni. „Oddur þjáðist um tíma af krabbameini í blöðruhálskirtli, en heilsufarið batnaði þegar hann breytti um mataræði eftir að hafa lesið bókina,“ segir hún. „Það er ástæðan fyrir komu minni til landsins. Hann leit mjög vel út þegar ég hitti hann og útskýrði fyrir mér að blóðflögurnar væru nú í eðlilegu magni.“ En hvaða viðbrögð skyldi höfundurinn hafa fengið hérlendis? „Þau hafa flest verið jákvæð,“ svarar Jane. Ég veit að það er á brattann að sækja þar sem íslenskt samfélag byggir efnahaginn að stóru leyti upp á framleiðslu mjólkurafurða. Það breytir ekki því að fólk þarf að vita af hættunni sem fylgir neyslu þeirra, alveg eins og með tókbaksreykingar. Innihald bókanna á brýnt erindi til allra.“
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira