Pollapönk í útvarpið 14. júní 2007 08:45 „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar,“ segir Halli um brandarahornið í Pollapönki. Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. „Þátturinn verður aðallega fyrir 6-12 ára börn en það ættu samt allir að geta haft gaman að honum,“ segir Halli. „Við ætlum að spila góða músik og vera með almennan fíflagang.“ Meðal dagskrárliða í útvarpsþættinum má nefna, óskalög pollanna, ljóðahornið og tvennuna. „Við könnuðum landið og tókum viðtöl við börn til að athuga hvaða óskalög þau vildu helst heyra. Þau vilja ekki endilega hlusta á lög sem eru sérstaklega samin fyrir þau. Börn hlusta á hvað sem er,“ segir Halli. „Svo verðum við með ljóðahornið þar sem Þorlákur ljóðskratti kemur og fer með stökur og í tvennunni spilum við lag og á eftir að fá hlustendur að heyra upprunalegu útgáfuna.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Halli og Heiðar spreyta sig í útvarpi en sá fyrrnefndi sá áður um tónlistarhorn í Stundinni okkar ásamt syni sínum þar sem þeir spiluðu lög og kynntu ýmis hljóðfæri fyrir yngstu kynslóðina. Í Pollpönki verður einnig brandarahorn í umsjá þeirra félaga. „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar í horninu,“ segir Halli og hlær. Pollapönk verður á dagskrá Rásar 1 í sumar og hefst klukkan 19.40. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. „Þátturinn verður aðallega fyrir 6-12 ára börn en það ættu samt allir að geta haft gaman að honum,“ segir Halli. „Við ætlum að spila góða músik og vera með almennan fíflagang.“ Meðal dagskrárliða í útvarpsþættinum má nefna, óskalög pollanna, ljóðahornið og tvennuna. „Við könnuðum landið og tókum viðtöl við börn til að athuga hvaða óskalög þau vildu helst heyra. Þau vilja ekki endilega hlusta á lög sem eru sérstaklega samin fyrir þau. Börn hlusta á hvað sem er,“ segir Halli. „Svo verðum við með ljóðahornið þar sem Þorlákur ljóðskratti kemur og fer með stökur og í tvennunni spilum við lag og á eftir að fá hlustendur að heyra upprunalegu útgáfuna.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Halli og Heiðar spreyta sig í útvarpi en sá fyrrnefndi sá áður um tónlistarhorn í Stundinni okkar ásamt syni sínum þar sem þeir spiluðu lög og kynntu ýmis hljóðfæri fyrir yngstu kynslóðina. Í Pollpönki verður einnig brandarahorn í umsjá þeirra félaga. „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar í horninu,“ segir Halli og hlær. Pollapönk verður á dagskrá Rásar 1 í sumar og hefst klukkan 19.40.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira