Viðskipti innlent

Gjensidige fær meiri tíma

Norska fjármálaeftirlitið hefur veitt gagnkvæma tryggingafélaginu Gjensidige þriggja mánaða frest til þess að kaupa sig upp í fimmtungshlut í Storebrand. Gjensidige heldur utan um tæp tíu prósent og er annar stærsti hluthafinn á eftir Kaupþingi sem er með um tuttugu prósent.

Í mars veitti fjármálaeftirlitið bæði Kaupþingi og Gjensidige heimild til að fara með fimmtungshlut í Storebrand. Kaupþing beið ekki boðanna og keypti um tíu prósent í Storebrand á skömmum tíma.

Hlutabréf í Storebrand tóku við sér við þessi tíðindi en þau hafa lækkað að undanförnu. Það kemur þó ekki alveg að sök í tilviki Kaupþings sem færir eignarhlutinn með hlutdeildaraðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×