Bítlarnir vinsælir austan hafs og vestan 23. júní 2007 08:00 Bítlarnir fyrrverandi eru enn gífurlega vinsælir, þrátt fyrir að tveir þeirra séu látnir. Plötur með lögum eftir Bítlana fyrrverandi, Paul McCartney, George Harrison og John Lennon, eru allar á lista yfir fimmtán vinsælustu plötur Bandaríkjanna. McCartney, sem hélt upp á 65 ára afmælið sitt 18. júní, er í þriðja sæti á Billboard-listanum með nýjustu sólóplötu sína Memory Almost Full. Í níunda sæti er tvöföld safnplata The Traveling Wilburys, fyrrum hljómsveitar George Harrison og í því fimmtánda er góðgerðarplatan Instant Karma, sem hefur að geyma útgáfur ýmissa hljómsveita á lögum Johns Lennon. Sextán ár eru liðin síðan The Traveling Wilburys átti plötu á Billboard-listanum. Fyrsta plata sveitarinnar fór hæst í þriðja sætið á listanum eftir að hún kom út 1988 en sú næsta, sem var gefin út eftir dauða Roy Orbison, fór hæst í ellefta sætið. Hún kom út árið 1990. Í Bretlandi fór plata The Traveling Wilburys beint í efsta sætið. Plata McCartneys er í tíunda sæti og safnplatan Lennons Legend - The Very Best of fór í 30. sætið sína fyrstu viku á lista. Platan Instant Karma kemur út þar í landi á miðvikudag. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Plötur með lögum eftir Bítlana fyrrverandi, Paul McCartney, George Harrison og John Lennon, eru allar á lista yfir fimmtán vinsælustu plötur Bandaríkjanna. McCartney, sem hélt upp á 65 ára afmælið sitt 18. júní, er í þriðja sæti á Billboard-listanum með nýjustu sólóplötu sína Memory Almost Full. Í níunda sæti er tvöföld safnplata The Traveling Wilburys, fyrrum hljómsveitar George Harrison og í því fimmtánda er góðgerðarplatan Instant Karma, sem hefur að geyma útgáfur ýmissa hljómsveita á lögum Johns Lennon. Sextán ár eru liðin síðan The Traveling Wilburys átti plötu á Billboard-listanum. Fyrsta plata sveitarinnar fór hæst í þriðja sætið á listanum eftir að hún kom út 1988 en sú næsta, sem var gefin út eftir dauða Roy Orbison, fór hæst í ellefta sætið. Hún kom út árið 1990. Í Bretlandi fór plata The Traveling Wilburys beint í efsta sætið. Plata McCartneys er í tíunda sæti og safnplatan Lennons Legend - The Very Best of fór í 30. sætið sína fyrstu viku á lista. Platan Instant Karma kemur út þar í landi á miðvikudag.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira