Farið langt fram úr mínum björtustu vonum 25. júní 2007 00:01 Garðar Gunnlaugsson Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira