Ríkar stelpur stuða 25. júní 2007 06:00 Þegar ég vann á vikublaði spurði ég eitt sinn kollega minn hvort honum þætti eðlilegt að þegar hann skrifaði um karla í nýjum samböndum segði hann að þeir væru „komnir með nýja upp á arminn" en þegar konur byrjuðu með nýjum manni fylgdi alltaf sögunni að þær væru „lausgyrtar". Nei, ekki fannst honum þetta normalt svona þegar honum var bent á þetta og ég tók aldrei aftur eftir lausgyrtum konum í skrifum hans. Nú hef ég orðið vör við annars konar kvenfyrirlitningu í fjölmiðlum en það er þegar sagt er að konur séu „frægar fyrir ekki neitt". Aldrei sé ég svona skrifað um karla. Í Spegli Tímans var fyrsti ástmaður Karólínu af Mónakó aldrei kallaður ónytjungur. Nei, hann var glaumgosi. Í síðasta málverndunarpistli hér í Fbl. tekst Nirði P. Njarðvík, sem ekki er vanur að fetta fingur út í fréttamat blaðsins, að koma því að að birst hefði málvilla í „óþarfa frétt af ríkri stelpu í Bandaríkjunum". Svona nennir hann að skrifa um Paris Hilton sem jafnan er talin í fararbroddi þeirra kvenna sem eru „frægar fyrir ekki neitt". Einnig hefur Anna Nicole Smith heitin verið nefnd í þessu samhengi. Báðar eru eða voru þessar fallegu konur erfingjar milljarða og báðar fengust þær m.a. við kvikmyndaleik og fyrirsætustörf auk þess sem gerðir voru um þær raunveruleikaþættir. Frasinn „frægar fyrir ekki neitt" á því ekki við um þær. Því brá mér í brún þegar ég sá fjallað á eftirfarandi hátt um Önnu Nicole í því annars ágæta tímariti 19. júní: „Kona þessi hafði ekkert unnið sér til frægðar annað en að vera kynlífshjálpartæki fyrir karlmenn og gert út á það allt sitt líf." Þessi fyrirlitning í garð konunnar á hvergi við og síst í ársriti Kvenréttindafélags Íslands. Og hvað er líka átt við með „allt sitt líf"? Er verið að ýja að því að Anna Nicole hafi verið að glenna sig framan í karlana sem gægðust ofan í vögguna hennar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt ræðu á fundi Kvenréttindafélagsins 19. júní og sagði þá nokkuð sem hér á vel við: „Allt of margar konur gangast inn á orðræðu karla, þeirra skilgreiningu á því sem skiptir máli, bíða eftir þeim molum sem hrjóta af borði þeirra ef þær eru bara nógu hlýðnar." Sleppum því að gera lítið hver úr annarri. Það verða hvort sem er aðrir til þess. Nýtum síðan tímann sem sparast við það til að styðja hver aðra til dáða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þegar ég vann á vikublaði spurði ég eitt sinn kollega minn hvort honum þætti eðlilegt að þegar hann skrifaði um karla í nýjum samböndum segði hann að þeir væru „komnir með nýja upp á arminn" en þegar konur byrjuðu með nýjum manni fylgdi alltaf sögunni að þær væru „lausgyrtar". Nei, ekki fannst honum þetta normalt svona þegar honum var bent á þetta og ég tók aldrei aftur eftir lausgyrtum konum í skrifum hans. Nú hef ég orðið vör við annars konar kvenfyrirlitningu í fjölmiðlum en það er þegar sagt er að konur séu „frægar fyrir ekki neitt". Aldrei sé ég svona skrifað um karla. Í Spegli Tímans var fyrsti ástmaður Karólínu af Mónakó aldrei kallaður ónytjungur. Nei, hann var glaumgosi. Í síðasta málverndunarpistli hér í Fbl. tekst Nirði P. Njarðvík, sem ekki er vanur að fetta fingur út í fréttamat blaðsins, að koma því að að birst hefði málvilla í „óþarfa frétt af ríkri stelpu í Bandaríkjunum". Svona nennir hann að skrifa um Paris Hilton sem jafnan er talin í fararbroddi þeirra kvenna sem eru „frægar fyrir ekki neitt". Einnig hefur Anna Nicole Smith heitin verið nefnd í þessu samhengi. Báðar eru eða voru þessar fallegu konur erfingjar milljarða og báðar fengust þær m.a. við kvikmyndaleik og fyrirsætustörf auk þess sem gerðir voru um þær raunveruleikaþættir. Frasinn „frægar fyrir ekki neitt" á því ekki við um þær. Því brá mér í brún þegar ég sá fjallað á eftirfarandi hátt um Önnu Nicole í því annars ágæta tímariti 19. júní: „Kona þessi hafði ekkert unnið sér til frægðar annað en að vera kynlífshjálpartæki fyrir karlmenn og gert út á það allt sitt líf." Þessi fyrirlitning í garð konunnar á hvergi við og síst í ársriti Kvenréttindafélags Íslands. Og hvað er líka átt við með „allt sitt líf"? Er verið að ýja að því að Anna Nicole hafi verið að glenna sig framan í karlana sem gægðust ofan í vögguna hennar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt ræðu á fundi Kvenréttindafélagsins 19. júní og sagði þá nokkuð sem hér á vel við: „Allt of margar konur gangast inn á orðræðu karla, þeirra skilgreiningu á því sem skiptir máli, bíða eftir þeim molum sem hrjóta af borði þeirra ef þær eru bara nógu hlýðnar." Sleppum því að gera lítið hver úr annarri. Það verða hvort sem er aðrir til þess. Nýtum síðan tímann sem sparast við það til að styðja hver aðra til dáða.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun