Synir Johns Lennon sættast 26. júní 2007 04:00 Átti frumkvæðið að sáttafundum þeirra bræðra. Julian og Sean Lennon, synir fyrrum Bítilsins Johns Lennon, hafa grafið stríðsöxina sem staðið hefur á milli þeirra bræðra síðustu átta ár. Hálfbræðurnir eru nú byrjaðir að talast við að nýju en stirrt hafði verið á milli þeirra allt frá því að Julian lét hafa eftir sér niðrandi ummæli um Yoko Ono, síðari eiginkonu Johns og móður Seans. Móðir Julians er fyrri eiginkona Johns, Cynthia. Það var hinn 44 ára gamli Julian sem átti frumkvæðið að sáttunum. „Mér fannst vera kominn tími á breytingar í mínu lífi. Hluti af þeim breytingum var að fá Sean aftur inn í myndina. Ég vildi það vegna þess að ég elska hann,“ sagði Julian í viðtali við New York Post. Julian kom Sean á óvart á tónleikum þess síðarnefnda í Prag fyrir skemmstu. Julian hafði skipulagt endurfundina án vitundar bróður síns og birtist honum að óvörum baksviðs að tónleikunum loknum þar sem hann lagði til að allur ágreiningur yrði lagður til hliðar. „Við féllumst í faðma og héldum lengi utan um hvor annan. Þetta var vilji okkar beggja.“ Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Julian og Sean Lennon, synir fyrrum Bítilsins Johns Lennon, hafa grafið stríðsöxina sem staðið hefur á milli þeirra bræðra síðustu átta ár. Hálfbræðurnir eru nú byrjaðir að talast við að nýju en stirrt hafði verið á milli þeirra allt frá því að Julian lét hafa eftir sér niðrandi ummæli um Yoko Ono, síðari eiginkonu Johns og móður Seans. Móðir Julians er fyrri eiginkona Johns, Cynthia. Það var hinn 44 ára gamli Julian sem átti frumkvæðið að sáttunum. „Mér fannst vera kominn tími á breytingar í mínu lífi. Hluti af þeim breytingum var að fá Sean aftur inn í myndina. Ég vildi það vegna þess að ég elska hann,“ sagði Julian í viðtali við New York Post. Julian kom Sean á óvart á tónleikum þess síðarnefnda í Prag fyrir skemmstu. Julian hafði skipulagt endurfundina án vitundar bróður síns og birtist honum að óvörum baksviðs að tónleikunum loknum þar sem hann lagði til að allur ágreiningur yrði lagður til hliðar. „Við féllumst í faðma og héldum lengi utan um hvor annan. Þetta var vilji okkar beggja.“
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira