Led Zeppelin íhugar endurkomu 27. júní 2007 06:45 Rokkararnir útiloka ekki tónleikaferðalag. Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti. Söngvarinn Robert Plant, gítarleikarinn Jimmy Page og bassaleikarinn John Paul Jones hafa allir tekið vel í hugmyndina, að sögn heimildarmanna breskra fjölmiðla, en með þeim í sveitinni yrði trommuleikarinn Jason Bonham, sonur upprunalegs trommuleikara Zeppelin, Johns Bonham. Ef af endurkomunni verður mun þetta verða í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár sem allir eftirlifandi meðlimir sveitarinnar spila saman undir nafni Led Zeppelin, en síðustu opinberu tónleikar sveitarinnar voru á Live Aid-tónleikunum árið 1985. Síðan þá hafa Page og Plant unnið að ýmsum verkefnum saman, auk þess sem sá síðarnefndi hefur komið fram undir eigin nafni og spilað lög Led Zeppelin. Ef minningartónleikar Ertgun ganga vel er ekki útilokað að hljómsveitin fari í tónleikaferðalag um heiminn. „Ef þeim verður vel tekið er nánast öruggt að farið verður í tónleikaferðalag,“ sagði einn heimildarmanna. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti. Söngvarinn Robert Plant, gítarleikarinn Jimmy Page og bassaleikarinn John Paul Jones hafa allir tekið vel í hugmyndina, að sögn heimildarmanna breskra fjölmiðla, en með þeim í sveitinni yrði trommuleikarinn Jason Bonham, sonur upprunalegs trommuleikara Zeppelin, Johns Bonham. Ef af endurkomunni verður mun þetta verða í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár sem allir eftirlifandi meðlimir sveitarinnar spila saman undir nafni Led Zeppelin, en síðustu opinberu tónleikar sveitarinnar voru á Live Aid-tónleikunum árið 1985. Síðan þá hafa Page og Plant unnið að ýmsum verkefnum saman, auk þess sem sá síðarnefndi hefur komið fram undir eigin nafni og spilað lög Led Zeppelin. Ef minningartónleikar Ertgun ganga vel er ekki útilokað að hljómsveitin fari í tónleikaferðalag um heiminn. „Ef þeim verður vel tekið er nánast öruggt að farið verður í tónleikaferðalag,“ sagði einn heimildarmanna.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira