Kim Larsen væntanlegur til Íslands 28. júní 2007 03:00 Larsen spilaði á tvennum tónleikum á Nasa fyrir tveimur árum. fréttablaðið/heiða Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira