Stórtónleikar fyrir austan 1. júlí 2007 05:15 Áskell Heiðar heldur stórtónleika á Borgarfirði eystra. Tvö systkini hans koma fram á tónleikunum. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að fylla húsið enda er þetta metnaðarfullt prógramm," segir Áskell Heiðar Ásgeirsson sem stendur fyrir tónleikum á Borgarfirði eystri 28. júlí næstkomandi. Á tónleikunum verður Magni Ásgeirsson í aðalhlutverki ásamt Megasi og meðlimum Hjálma. Auk þeirra koma fram Lay Low, Jónas Sigurðsson og Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir sem er heimamanneskja sem verið hefur í söngnámi í Danmörku. Svo skemmtilega vill til að Aldís Fjóla og Magni eru bæði systkin tónleikahaldarans Áskels Heiðars. Þetta er þriðja árið í röð sem stórtónleikar eru haldnir í gömlu bræðslunni á Borgarfirði eystra helgina fyrir verslunarmannahelgi. Það var Emilía Torrini sem reið á vaðið fyrir tveimur árum og í fyrra sneri hún aftur en þá með skosku hljómsveitina Belle & Sebastian með í för. Áskell Heiðar er ánægður með dagskrá tónleikanna í ár. „Já, heldur betur. Þetta er það ferskasta í íslenskri tónlist í dag. Magni verður með efni af nýju plötunni sinni og Megas líka. Lay Low er auðvitað búin að slá í gegn og Jónas gaf út áhugaverða plötu fyrir síðustu jól, hann kemur með hljómsveit með sér frá Danmörku. Þetta verður mjög flott." Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is. Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við stefnum að sjálfsögðu að því að fylla húsið enda er þetta metnaðarfullt prógramm," segir Áskell Heiðar Ásgeirsson sem stendur fyrir tónleikum á Borgarfirði eystri 28. júlí næstkomandi. Á tónleikunum verður Magni Ásgeirsson í aðalhlutverki ásamt Megasi og meðlimum Hjálma. Auk þeirra koma fram Lay Low, Jónas Sigurðsson og Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir sem er heimamanneskja sem verið hefur í söngnámi í Danmörku. Svo skemmtilega vill til að Aldís Fjóla og Magni eru bæði systkin tónleikahaldarans Áskels Heiðars. Þetta er þriðja árið í röð sem stórtónleikar eru haldnir í gömlu bræðslunni á Borgarfirði eystra helgina fyrir verslunarmannahelgi. Það var Emilía Torrini sem reið á vaðið fyrir tveimur árum og í fyrra sneri hún aftur en þá með skosku hljómsveitina Belle & Sebastian með í för. Áskell Heiðar er ánægður með dagskrá tónleikanna í ár. „Já, heldur betur. Þetta er það ferskasta í íslenskri tónlist í dag. Magni verður með efni af nýju plötunni sinni og Megas líka. Lay Low er auðvitað búin að slá í gegn og Jónas gaf út áhugaverða plötu fyrir síðustu jól, hann kemur með hljómsveit með sér frá Danmörku. Þetta verður mjög flott." Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is.
Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira