Blúsinn trekkir að á Ólafsfirði 1. júlí 2007 02:30 Deitra Farr er mjög þekkt innan blúsheimsins og þykir búa yfir óviðjafnanlegri rödd. „Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina. Margir landsþekktir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni í ár og þó að blúsinn hafi verið í forgrunni eins og ávallt er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á tónlist af ýmsu tagi á Ólafsfirði um helgina. „Það var farið út í flesta sálma um helgina og djassarar og popparar ættu að hafa getað fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár voru Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Guðrún Gunnarsdóttir og margir fleiri. Hápunktur hátíðarinnar var síðan í gærkvöldi þar sem blúsdrottningin Deitra Farr kom fram ásamt stórsveitinni The Riott, sem Jón Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri mætir listamenn skipa. Samhliða blúshátíðinni var haldinn stærðarinnar útimarkaður í auk þess sem leiktæki voru á staðnum fyrir yngri kynslóðina. „Þessi hátíð er farin að skipta sífellt meira máli og blæs miklu lífi í þetta bæjarfélag á hverju ári,“ segir Gísli Rúnar. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina. Margir landsþekktir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni í ár og þó að blúsinn hafi verið í forgrunni eins og ávallt er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á tónlist af ýmsu tagi á Ólafsfirði um helgina. „Það var farið út í flesta sálma um helgina og djassarar og popparar ættu að hafa getað fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár voru Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Guðrún Gunnarsdóttir og margir fleiri. Hápunktur hátíðarinnar var síðan í gærkvöldi þar sem blúsdrottningin Deitra Farr kom fram ásamt stórsveitinni The Riott, sem Jón Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri mætir listamenn skipa. Samhliða blúshátíðinni var haldinn stærðarinnar útimarkaður í auk þess sem leiktæki voru á staðnum fyrir yngri kynslóðina. „Þessi hátíð er farin að skipta sífellt meira máli og blæs miklu lífi í þetta bæjarfélag á hverju ári,“ segir Gísli Rúnar.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira