Blúsinn trekkir að á Ólafsfirði 1. júlí 2007 02:30 Deitra Farr er mjög þekkt innan blúsheimsins og þykir búa yfir óviðjafnanlegri rödd. „Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina. Margir landsþekktir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni í ár og þó að blúsinn hafi verið í forgrunni eins og ávallt er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á tónlist af ýmsu tagi á Ólafsfirði um helgina. „Það var farið út í flesta sálma um helgina og djassarar og popparar ættu að hafa getað fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár voru Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Guðrún Gunnarsdóttir og margir fleiri. Hápunktur hátíðarinnar var síðan í gærkvöldi þar sem blúsdrottningin Deitra Farr kom fram ásamt stórsveitinni The Riott, sem Jón Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri mætir listamenn skipa. Samhliða blúshátíðinni var haldinn stærðarinnar útimarkaður í auk þess sem leiktæki voru á staðnum fyrir yngri kynslóðina. „Þessi hátíð er farin að skipta sífellt meira máli og blæs miklu lífi í þetta bæjarfélag á hverju ári,“ segir Gísli Rúnar. Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina. Margir landsþekktir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni í ár og þó að blúsinn hafi verið í forgrunni eins og ávallt er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á tónlist af ýmsu tagi á Ólafsfirði um helgina. „Það var farið út í flesta sálma um helgina og djassarar og popparar ættu að hafa getað fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár voru Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Guðrún Gunnarsdóttir og margir fleiri. Hápunktur hátíðarinnar var síðan í gærkvöldi þar sem blúsdrottningin Deitra Farr kom fram ásamt stórsveitinni The Riott, sem Jón Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri mætir listamenn skipa. Samhliða blúshátíðinni var haldinn stærðarinnar útimarkaður í auk þess sem leiktæki voru á staðnum fyrir yngri kynslóðina. „Þessi hátíð er farin að skipta sífellt meira máli og blæs miklu lífi í þetta bæjarfélag á hverju ári,“ segir Gísli Rúnar.
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira