Rokk og ról hjá Cartier í París 3. júlí 2007 06:00 Upphaf rokksins vilja Frakkar rekja til 1939. Cartier-snyrtifyrirtækið rekur stórt safn í Paris á Boulevard Raspail. Húsið er hannað af Jean Nouvel arkitekt, þeim sem datt út í lokaumferð keppninnar um Tónlistarhúsið í Reykjavík. Þar eru jafnan forvitnilegar sýningar: nýlega lauk þar stórri yfirlitssýningu á myndlist David Lynch. Nú er þar komin upp sýning sem kallast Rock an‘ Roll og rekur í máli og myndum upphaf rokksins 1939-1959. Þar er í máli, myndum, fornmunum og innsetningum gerð grein fyrir því hvernig ný tíska í tónlist varð til, ekki úr engu enda rekur sýningin tilhneigingu í dægurtónlist vestanhafs allt aftur fyrir stríð. Kemur engum á óvart: Nat King Cole sög Route 66 löngu á undan ungu rokkurunum. Hér er sýnt hvernig James Brown sótti minni í tónsmíðinni Night Train til Dukes Ellington. Sýningunni fylgir glæsileg bók sem rekur upphafið til hraðari blúsópusa jassgeggjara Hamptons, Jordans og fleiri. Fari menn um París á næstu mánuðum geta áhugamenn sótt upp á Boulevard Raspail og fundið upphaf rokksins og endalok fyrsta kaflans í langri sögu þess: þar hangir uppi jakkinn sem Presley fór úr í frægu atriði í Ed Sullivan show. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Cartier-snyrtifyrirtækið rekur stórt safn í Paris á Boulevard Raspail. Húsið er hannað af Jean Nouvel arkitekt, þeim sem datt út í lokaumferð keppninnar um Tónlistarhúsið í Reykjavík. Þar eru jafnan forvitnilegar sýningar: nýlega lauk þar stórri yfirlitssýningu á myndlist David Lynch. Nú er þar komin upp sýning sem kallast Rock an‘ Roll og rekur í máli og myndum upphaf rokksins 1939-1959. Þar er í máli, myndum, fornmunum og innsetningum gerð grein fyrir því hvernig ný tíska í tónlist varð til, ekki úr engu enda rekur sýningin tilhneigingu í dægurtónlist vestanhafs allt aftur fyrir stríð. Kemur engum á óvart: Nat King Cole sög Route 66 löngu á undan ungu rokkurunum. Hér er sýnt hvernig James Brown sótti minni í tónsmíðinni Night Train til Dukes Ellington. Sýningunni fylgir glæsileg bók sem rekur upphafið til hraðari blúsópusa jassgeggjara Hamptons, Jordans og fleiri. Fari menn um París á næstu mánuðum geta áhugamenn sótt upp á Boulevard Raspail og fundið upphaf rokksins og endalok fyrsta kaflans í langri sögu þess: þar hangir uppi jakkinn sem Presley fór úr í frægu atriði í Ed Sullivan show.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira