Stefán til Bröndby í vikunni 3. júlí 2007 00:01 fréttablaðið/scanpix Allar líkur eru á því að Stefán Gíslason, leikmaður Lyn í Noregi, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby á allra næstu dögum, jafnvel í þessari viku. Lyn hefur þegar staðfest kauptilboð Bröndby eftir því sem Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Stefáns, sagði við Fréttablaðið í gær. Stefán kom hingað til lands í frí í gær og hafði þá sjálfur ekki heyrt í forráðamönnum Lyn um söluna. „Ef gengið verður frá því í dag eða á morgun getur það vel farið svo að ég gangi frá mínum málum jafnvel í þessari viku,“ sagði hann. „Mér líst auðvitað afskaplega vel á Bröndby og væri spenntur fyrir því að fara þangað.“ Það eru því allar líkur á því að Stefán hafi leikið sinn síðasta leik með Lyn en hann hefur leikið með félaginu í tvö ár. Hann hefur þótt skara fram úr á þessu tímabili og er meðal hæstu leikmanna deildarinnar í einkunnagjöf norsku fjölmiðlanna. Stefán skoraði eftirminnilega þrennu í ótrúlegum 6-0 sigurleik á Brann í síðasta mánuði en Brann var þá á toppi deildarinnar. Lyn vann Start á útivelli um helgina, 1-0, og er í fimmta sæti deildarinnar sem stendur, sjö stigum á eftir toppliði Stabæk. Stefán lék ekki með Lyn í leiknum þar sem hann var í leikbanni. Fram að því hafði hann leikið alla leiki Lyn í deildinni, ávallt í byrjunarliði. Samingur Stefáns við Lyn rennur út í lok leiktíðar en félagið ákvað frekar að selja hann nú í stað þess að hann færi frítt frá því í lok leiktíðar. Danskir miðlar greindu frá því í síðustu viku að kaupverðið væri um 110 milljónir króna en Arnór sagði það vera ýkta tölu. - esá Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Allar líkur eru á því að Stefán Gíslason, leikmaður Lyn í Noregi, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby á allra næstu dögum, jafnvel í þessari viku. Lyn hefur þegar staðfest kauptilboð Bröndby eftir því sem Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Stefáns, sagði við Fréttablaðið í gær. Stefán kom hingað til lands í frí í gær og hafði þá sjálfur ekki heyrt í forráðamönnum Lyn um söluna. „Ef gengið verður frá því í dag eða á morgun getur það vel farið svo að ég gangi frá mínum málum jafnvel í þessari viku,“ sagði hann. „Mér líst auðvitað afskaplega vel á Bröndby og væri spenntur fyrir því að fara þangað.“ Það eru því allar líkur á því að Stefán hafi leikið sinn síðasta leik með Lyn en hann hefur leikið með félaginu í tvö ár. Hann hefur þótt skara fram úr á þessu tímabili og er meðal hæstu leikmanna deildarinnar í einkunnagjöf norsku fjölmiðlanna. Stefán skoraði eftirminnilega þrennu í ótrúlegum 6-0 sigurleik á Brann í síðasta mánuði en Brann var þá á toppi deildarinnar. Lyn vann Start á útivelli um helgina, 1-0, og er í fimmta sæti deildarinnar sem stendur, sjö stigum á eftir toppliði Stabæk. Stefán lék ekki með Lyn í leiknum þar sem hann var í leikbanni. Fram að því hafði hann leikið alla leiki Lyn í deildinni, ávallt í byrjunarliði. Samingur Stefáns við Lyn rennur út í lok leiktíðar en félagið ákvað frekar að selja hann nú í stað þess að hann færi frítt frá því í lok leiktíðar. Danskir miðlar greindu frá því í síðustu viku að kaupverðið væri um 110 milljónir króna en Arnór sagði það vera ýkta tölu. - esá
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira