Göngum saman í New York og Reykjavík 4. júlí 2007 05:00 Gunnhildur, fremst til vinstri, sést hér við æfingar í Laugardal ásamt hópnum Göngum saman. Nánar á www.gongumsaman.is MYND/Rósa Hópur íslenskra kvenna gengur 63 km í New York til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini. „Við erum hópur kvenna sem kallast Göngum saman og ætlum að fara í Avon-gönguna í New York í október til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent við Kennaraháskólann og forsprakki gönguhópsins. „Þetta er eitt og hálft maraþon eða 63 kílómetrar sem gengnir eru á tveimur dögum.“ Að sögn Gunnhildar, sem greindist sjálf með brjóstakrabbamein auk tveggja annarra kvenna í hópnum, kviknaði hugmyndin að göngunni út frá þátttöku sex íslenskra kvenna í Avon-göngunni í fyrra. Það hafi valdið því að þær ákváðu að fara til New York, bæði til að vekja athygli á málstaðnum og styrkja framtakið með fjárframlögum. Hver þátttakandi þarf nefnilega að greiða 1.800 dala þátttökugjald, sem fer í rannsóknir á brjóstakrabbameini í Bandaríkjunum. Konurnar hafa því staðið í ströngu undanfarið við að safna fyrir gjaldinu og annarri eins upphæð, sem þær ætla að gefa í grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi. „Við erum á fullu að safna fyrir þátttökugjaldinu með hjálp fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Gunnhildur. „Svo ætlum við af stað með söfnun fyrir íslensku rannsóknirnar og ætlum meðal annars að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis, þar sem hægt verður að styrkja ákveðin málefni.“ Fyrir utan vinnuna sem farið hefur í söfnunina, hefur hópurinn varið miklum undirbúningstíma í strangri þjálfun í Laugardal. Gunnhildur segir ekki veita af enda bíði þeirra það þrekvirki að ganga kílómetrana 63 á malbiki í kringum Manhattan. Vonandi verði það til að vekja athygli og samkennd. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni
Hópur íslenskra kvenna gengur 63 km í New York til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini. „Við erum hópur kvenna sem kallast Göngum saman og ætlum að fara í Avon-gönguna í New York í október til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent við Kennaraháskólann og forsprakki gönguhópsins. „Þetta er eitt og hálft maraþon eða 63 kílómetrar sem gengnir eru á tveimur dögum.“ Að sögn Gunnhildar, sem greindist sjálf með brjóstakrabbamein auk tveggja annarra kvenna í hópnum, kviknaði hugmyndin að göngunni út frá þátttöku sex íslenskra kvenna í Avon-göngunni í fyrra. Það hafi valdið því að þær ákváðu að fara til New York, bæði til að vekja athygli á málstaðnum og styrkja framtakið með fjárframlögum. Hver þátttakandi þarf nefnilega að greiða 1.800 dala þátttökugjald, sem fer í rannsóknir á brjóstakrabbameini í Bandaríkjunum. Konurnar hafa því staðið í ströngu undanfarið við að safna fyrir gjaldinu og annarri eins upphæð, sem þær ætla að gefa í grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi. „Við erum á fullu að safna fyrir þátttökugjaldinu með hjálp fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Gunnhildur. „Svo ætlum við af stað með söfnun fyrir íslensku rannsóknirnar og ætlum meðal annars að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis, þar sem hægt verður að styrkja ákveðin málefni.“ Fyrir utan vinnuna sem farið hefur í söfnunina, hefur hópurinn varið miklum undirbúningstíma í strangri þjálfun í Laugardal. Gunnhildur segir ekki veita af enda bíði þeirra það þrekvirki að ganga kílómetrana 63 á malbiki í kringum Manhattan. Vonandi verði það til að vekja athygli og samkennd.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni