Magni syngur bandaríska þjóðsönginn 4. júlí 2007 10:15 Magni Ásgeirsson fékk að kynnast bandarískum siðvenjum með þátttöku sinni í Rockstar. Hann hefur þó aldrei sungið bandaríska þjóðsönginn. Samsett mynd/olga „Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Magni segir verkefnið leggjast vel í sig þrátt fyrir að hann hafi aldrei spreytt sig á söngnum áður og þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær var hann ekki búinn að læra textann. Auk þess hafði lítið verið um æfingar. „Ég verð með textann á blaði og treysti mér varla í annað. Þótt lagið sé mjög stutt er textinn mjög erfiður. Það eru nokkur mjög flókin orð þarna sem heyrast aldrei í hefðbundnu talmáli,“ segir Magni en líklegt er að hann verði með gítarinn sér til halds og trausts í flutningnum. Alla jafna þykir það mikill heiður að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna og kveðst Magni vissulega stoltur yfir því að hafa verið beðinn um að taka lagið fyrir sendiráðið. „En það yrði miklu meiri heiður fyrir mig að syngja íslenska þjóðsönginn,“ segir Magni sem þó telur hæpið að hann muni spreyta sig á þeim íslenska á opinberum vettvangi. „Nei, varla. Það er eiginlega aðeins á færi lærðra óperusöngvara að syngja íslenska þjóðsönginn. Lagið fer alveg niður í Johnny Cash og upp í Josh Groban svo að ég ætti ekkert auðvelt með það. En það mætti alveg reyna það.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Magni segir verkefnið leggjast vel í sig þrátt fyrir að hann hafi aldrei spreytt sig á söngnum áður og þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær var hann ekki búinn að læra textann. Auk þess hafði lítið verið um æfingar. „Ég verð með textann á blaði og treysti mér varla í annað. Þótt lagið sé mjög stutt er textinn mjög erfiður. Það eru nokkur mjög flókin orð þarna sem heyrast aldrei í hefðbundnu talmáli,“ segir Magni en líklegt er að hann verði með gítarinn sér til halds og trausts í flutningnum. Alla jafna þykir það mikill heiður að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna og kveðst Magni vissulega stoltur yfir því að hafa verið beðinn um að taka lagið fyrir sendiráðið. „En það yrði miklu meiri heiður fyrir mig að syngja íslenska þjóðsönginn,“ segir Magni sem þó telur hæpið að hann muni spreyta sig á þeim íslenska á opinberum vettvangi. „Nei, varla. Það er eiginlega aðeins á færi lærðra óperusöngvara að syngja íslenska þjóðsönginn. Lagið fer alveg niður í Johnny Cash og upp í Josh Groban svo að ég ætti ekkert auðvelt með það. En það mætti alveg reyna það.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira