La det svinge 6. júlí 2007 00:01 Á dauða mínum átti ég von en ekki því að gerast fréttaritari þessarar baksíðu á heimsmeistaramótinu í siglingum, sem nú fer fram í Cascais í Portúgal. Sú er þó raunin. Ég get lýst því yfir með stolti að ég þekki hinar ýmsu bátategundir og einkenni þeirra, til dæmis veit ég að sætustu siglingamennirnir sigla bátum sem kenndir eru við töluna 49. Siglingafólk almennt minnir helst á stúlkuna frá Ípanema; hávaxið, sólbrúnt, ungt og yndislegt. Af eðlislægum öfuguggahætti verður mér þó frekar starsýnt á fólk af öðrum ástæðum, eins og rússneska siglingamanninn sem er svo kafloðinn á bakinu að ég held mig vera búna að finna týnda hlekkinn, eða síbrosandi náungann frá Jómfrúreyjum sem lítur út alveg eins og Michael Jackson áður en hann fölnaði. Í stað þess að taka tunglgönguna leit hann á mig og sagði (hugsanlega versta pikköpplína í veröldinni?): Augun í þér passa við gólfteppið. (Um er að ræða upplitað blátt gerviteppi í anddyri íshokkíhallar.) Í uppáhaldi er samt indverski seglbrettakappinn sem hafði aðeins tólf sinnum á ævi sinni stigið á seglbretti og þurfti töluverða aðstoð við að komast aftur í land eftir fyrstu æfinguna. Svona sigrar þátttökuandinn þjóðarstoltið. Hann gerði það reyndar ekki hvað Íslendinga varðar. Við gerum það gott í greinum eins og skotfimi (áttum gullverðlaunahafann með loftskammbyssu á Smáþjóðaleikunum fyrir nokkru, þó það hafi ekki farið hátt) en þegar kemur að íþróttum sem tengjast sjó eða snjó er eylandið Ísland úr leik. Nokkra Dani hef ég rekist á og tilkynnt þeim með stolti að vegna skorts á íslenskum keppendum muni ég styðja gömlu herraþjóðina af tvöfaldri ástríðu. Þeir láta sér yfirleitt fátt um finnast - hvad så? - enda danskan mín kannski ekki upp á marga fiska. Og ég uppskar einungis rannsakandi augnaráð frá Norðmönnunum þegar ég hugðist vísa til menningararfs þeirra og söngla La det svinge. Auðvitað er ég heldur enginn siglingafréttaritari, ég er alltof upptekin við að glápa á og gera grín að keppendum jafnt sem áhorfendum. Enda held ég að það sé mun meira mannbætandi iðja en að hætta lífi sinu og limum, slíta vöðva og rífa sinar, við svona ölduhopp. Jötunuxar hittu jú naglann á höfuðið hér í denn: Brennivínið bjargaði mér frá íþróttabölinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun
Á dauða mínum átti ég von en ekki því að gerast fréttaritari þessarar baksíðu á heimsmeistaramótinu í siglingum, sem nú fer fram í Cascais í Portúgal. Sú er þó raunin. Ég get lýst því yfir með stolti að ég þekki hinar ýmsu bátategundir og einkenni þeirra, til dæmis veit ég að sætustu siglingamennirnir sigla bátum sem kenndir eru við töluna 49. Siglingafólk almennt minnir helst á stúlkuna frá Ípanema; hávaxið, sólbrúnt, ungt og yndislegt. Af eðlislægum öfuguggahætti verður mér þó frekar starsýnt á fólk af öðrum ástæðum, eins og rússneska siglingamanninn sem er svo kafloðinn á bakinu að ég held mig vera búna að finna týnda hlekkinn, eða síbrosandi náungann frá Jómfrúreyjum sem lítur út alveg eins og Michael Jackson áður en hann fölnaði. Í stað þess að taka tunglgönguna leit hann á mig og sagði (hugsanlega versta pikköpplína í veröldinni?): Augun í þér passa við gólfteppið. (Um er að ræða upplitað blátt gerviteppi í anddyri íshokkíhallar.) Í uppáhaldi er samt indverski seglbrettakappinn sem hafði aðeins tólf sinnum á ævi sinni stigið á seglbretti og þurfti töluverða aðstoð við að komast aftur í land eftir fyrstu æfinguna. Svona sigrar þátttökuandinn þjóðarstoltið. Hann gerði það reyndar ekki hvað Íslendinga varðar. Við gerum það gott í greinum eins og skotfimi (áttum gullverðlaunahafann með loftskammbyssu á Smáþjóðaleikunum fyrir nokkru, þó það hafi ekki farið hátt) en þegar kemur að íþróttum sem tengjast sjó eða snjó er eylandið Ísland úr leik. Nokkra Dani hef ég rekist á og tilkynnt þeim með stolti að vegna skorts á íslenskum keppendum muni ég styðja gömlu herraþjóðina af tvöfaldri ástríðu. Þeir láta sér yfirleitt fátt um finnast - hvad så? - enda danskan mín kannski ekki upp á marga fiska. Og ég uppskar einungis rannsakandi augnaráð frá Norðmönnunum þegar ég hugðist vísa til menningararfs þeirra og söngla La det svinge. Auðvitað er ég heldur enginn siglingafréttaritari, ég er alltof upptekin við að glápa á og gera grín að keppendum jafnt sem áhorfendum. Enda held ég að það sé mun meira mannbætandi iðja en að hætta lífi sinu og limum, slíta vöðva og rífa sinar, við svona ölduhopp. Jötunuxar hittu jú naglann á höfuðið hér í denn: Brennivínið bjargaði mér frá íþróttabölinu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun