Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. nóvember 2025 11:31 Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Veður Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar