Kokkteilkvartett í góðu grúvi 10. júlí 2007 01:15 Með kokkteilbandinu er hún í fyrsta sinn að syngja eitthvað annað en eigin lög. Fréttablaðið/Hörður Lára Rúnarsdóttir syngur í nýju „kokkteilbandi“ sem ber heitið Kvartett Jakobs Smára Magnússonar. Vignir Guðjónsson fékk að vita meira um málið. „Við köllum þetta kokkteilband því það er ákveðinn fílingur yfir þessari tónlist. Við erum að spila gömul eighties-lög og setjum þau í nýjan búning eftir eigin höfði. Úr verður svolítið sérstakt en mjög gott grúv,“ segir Lára en æfingar hjá sveitinni hafa staðið yfir síðustu vikur. Kvartettinn er hugarfóstur bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar og því fær hans nafn að njóta sín í titli kvartettsins. „Hann er forsprakkinn og hugmyndasmiður á bak við þetta allt saman. Hann sér um að velja lög og heldur þessu saman. Algjör snillingur,“ segir Lára. Auk þeirra tveggja spilar Pétur Hallgrímsson á gítar og Arnar Gíslason, unnusti Láru, lemur húðir. Söngkonan segir samstarfið með kærastanum ganga mjög vel. „Þetta gengur mjög vel hjá okkur og enginn ágreiningur hefur komið upp. Ég held að það fari bara vel saman að vera með kærastanum í hljómsveit,“ segir Lára og hlær. Enn sem komið er hefur kvartettinn ekki komið fram opinberlega en fram undan er spilamennska í mannfögnuðum af ýmsu tagi. „Við erum að leggja lokahönd á prógramið og förum þá af stað fyrir alvöru,“ segir Lára. Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Lára Rúnarsdóttir syngur í nýju „kokkteilbandi“ sem ber heitið Kvartett Jakobs Smára Magnússonar. Vignir Guðjónsson fékk að vita meira um málið. „Við köllum þetta kokkteilband því það er ákveðinn fílingur yfir þessari tónlist. Við erum að spila gömul eighties-lög og setjum þau í nýjan búning eftir eigin höfði. Úr verður svolítið sérstakt en mjög gott grúv,“ segir Lára en æfingar hjá sveitinni hafa staðið yfir síðustu vikur. Kvartettinn er hugarfóstur bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar og því fær hans nafn að njóta sín í titli kvartettsins. „Hann er forsprakkinn og hugmyndasmiður á bak við þetta allt saman. Hann sér um að velja lög og heldur þessu saman. Algjör snillingur,“ segir Lára. Auk þeirra tveggja spilar Pétur Hallgrímsson á gítar og Arnar Gíslason, unnusti Láru, lemur húðir. Söngkonan segir samstarfið með kærastanum ganga mjög vel. „Þetta gengur mjög vel hjá okkur og enginn ágreiningur hefur komið upp. Ég held að það fari bara vel saman að vera með kærastanum í hljómsveit,“ segir Lára og hlær. Enn sem komið er hefur kvartettinn ekki komið fram opinberlega en fram undan er spilamennska í mannfögnuðum af ýmsu tagi. „Við erum að leggja lokahönd á prógramið og förum þá af stað fyrir alvöru,“ segir Lára.
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira