Klassískar perlur á Gljúfrasteini 13. júlí 2007 06:00 Á sunnudag munu þau Guðrún og Kristján leika á píanó og kontrabassa á tónleikum á Gljúfrasteini. Á sunnudag verða haldnir sjöundu tónleikarnir í stofutónleikaröð Gljúfrasteins – húsi skáldsins í Mosfellsbæ. Þar verða haldnir tónleikar hvern sunnudag kl. 16 allt til loka ágústmánaðar. Það eru þau Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari sem koma fram á tónleikunum. Þau munu leika bæði klassískar perlur í útsetningum fyrir kontrabassa og píanó ásamt nokkrum fallegum verkum sem upphaflega voru skrifuð fyrir hljóðfærin. Tvö verkanna eru eftir Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann samdi ótal verk fyrir kontrabassann og var sjálfur kontrabassasnillingur. Kontrabassinn þykir yfirleitt tilheyra þeim hljóðfærum sem skýla sér á bak við hin virtu einleikshljóðfæri, svo sem fiðlu eða píanó. Á þessum tónleikum verður hægt að virða fyrir sér þetta stóra göfuga hljóðfæri og heyra hvernig það hljómar í forgrunni á tónleikum sem allir ættu að geta notið. Guðrún Dalía hefur áður haldið tvenna einleikstónleika í Stuttgart auk tónleika með nútímakammersveit tónlistarháskólans, fjórhentra píanótónleika í Dómkirkjunni og Vínartónleika kammersveitarinnar Ísafoldar á síðasta ári. Í nóvember 2006 vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni EPTA í Salnum, Kópavogi. Kristján Orri hefur til að mynda leikið með Konunglegu Sinfóníuhljómsveit Danmerkur (Óperan), Sinfóníuhljómsveit og Sinfóníettu Danska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kaleidoskop Solistensemble (Berlín) og Kammersveitinni Ísafold, en hann er stofnmeðlimur hennar. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur og þeir hefjast sem fyrr segir kl. 16. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á sunnudag verða haldnir sjöundu tónleikarnir í stofutónleikaröð Gljúfrasteins – húsi skáldsins í Mosfellsbæ. Þar verða haldnir tónleikar hvern sunnudag kl. 16 allt til loka ágústmánaðar. Það eru þau Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari sem koma fram á tónleikunum. Þau munu leika bæði klassískar perlur í útsetningum fyrir kontrabassa og píanó ásamt nokkrum fallegum verkum sem upphaflega voru skrifuð fyrir hljóðfærin. Tvö verkanna eru eftir Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann samdi ótal verk fyrir kontrabassann og var sjálfur kontrabassasnillingur. Kontrabassinn þykir yfirleitt tilheyra þeim hljóðfærum sem skýla sér á bak við hin virtu einleikshljóðfæri, svo sem fiðlu eða píanó. Á þessum tónleikum verður hægt að virða fyrir sér þetta stóra göfuga hljóðfæri og heyra hvernig það hljómar í forgrunni á tónleikum sem allir ættu að geta notið. Guðrún Dalía hefur áður haldið tvenna einleikstónleika í Stuttgart auk tónleika með nútímakammersveit tónlistarháskólans, fjórhentra píanótónleika í Dómkirkjunni og Vínartónleika kammersveitarinnar Ísafoldar á síðasta ári. Í nóvember 2006 vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni EPTA í Salnum, Kópavogi. Kristján Orri hefur til að mynda leikið með Konunglegu Sinfóníuhljómsveit Danmerkur (Óperan), Sinfóníuhljómsveit og Sinfóníettu Danska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kaleidoskop Solistensemble (Berlín) og Kammersveitinni Ísafold, en hann er stofnmeðlimur hennar. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur og þeir hefjast sem fyrr segir kl. 16.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira