Perez fílar Pál Óskar 22. júlí 2007 05:45 Nýjasta myndbandi söngvarans góðkunna var póstað á einu frægasta slúðurbloggi heims, bloggi Perez Hiltons. Páll Óskar Hjálmtýsson fékk sína fimmtán mínútna frægð í bandaríska slúðurheiminum á fimmtudaginn þegar slúðurbloggarinn Perez Hilton póstaði nýjasta myndbandi Palla, við lagið Allt fyrir ástina, á síðunni sinni. Perez, sem segist sjálfur vera „The queen of all media", var ansi ánægður með myndbandið og setti það í flokkinn „Gay, Gay, Gay". Einnig bætti hann því við að hann skildi ekki orð sem Palli segði í myndbandinu en það væri samt „svo hallærislega skemmtilegt". Hann er greinilega pínulítið skotinn í íslenska töffaranum. Fjöldamörg komment komu á færsluna þar sem flestir lýstu ánægju sinni á hinum íslenska diskópoppara og þótti sumum rauður glansbúningur hans minna á latexbúninginn sem Britney Spears klæddist í myndbandinu Oops, I did it Again. Páll Óskar getur haldið upp á slúðurfrægð sína í kvöld enda mun hann koma fram á Nasa þar sem verður haldið partí í boði orkudrykkjarins Burn. Spurning hvort nýjasti aðdáandi hans, Perez Hilton, verði á staðnum. Húsið verður opnað klukkan 23 og kostar einungis þúsund krónur inn. Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson fékk sína fimmtán mínútna frægð í bandaríska slúðurheiminum á fimmtudaginn þegar slúðurbloggarinn Perez Hilton póstaði nýjasta myndbandi Palla, við lagið Allt fyrir ástina, á síðunni sinni. Perez, sem segist sjálfur vera „The queen of all media", var ansi ánægður með myndbandið og setti það í flokkinn „Gay, Gay, Gay". Einnig bætti hann því við að hann skildi ekki orð sem Palli segði í myndbandinu en það væri samt „svo hallærislega skemmtilegt". Hann er greinilega pínulítið skotinn í íslenska töffaranum. Fjöldamörg komment komu á færsluna þar sem flestir lýstu ánægju sinni á hinum íslenska diskópoppara og þótti sumum rauður glansbúningur hans minna á latexbúninginn sem Britney Spears klæddist í myndbandinu Oops, I did it Again. Páll Óskar getur haldið upp á slúðurfrægð sína í kvöld enda mun hann koma fram á Nasa þar sem verður haldið partí í boði orkudrykkjarins Burn. Spurning hvort nýjasti aðdáandi hans, Perez Hilton, verði á staðnum. Húsið verður opnað klukkan 23 og kostar einungis þúsund krónur inn.
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira