Lúkas kominn í leitirnar 24. júlí 2007 00:01 "Amma“ Lúkasar heldur hér um hvutta. Hún gætir hans þar til Kristjana, dóttir hennar og eigandi hundsins, snýr aftur frá útlöndum. „Við fyrstu skoðun virðist hann þokkalega heill og glaður yfir að koma heim," segir Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar og sú sem kom að honum í gærmorgun. Hundurinn hafði verið týndur í einar tíu vikur. Hann var talinn af, vegna ljúgvitnis um grimmilegt dráp, en eigandi hans bar síðan kennsl á hann uppi í fjalli fyrir rúmri viku. Lúkas hefur verið styggur með afbrigðum. Síðustu viku hafa verið egndar fyrir hundinn gildrur í fjallinu og skilinn eftir matur. Lúkas lét svo loks blekkjast og gekk í felligildru í Fálkafelli í fjallinu Súlum. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og talið var. „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu, en við ákváðum bara að leyfa því að vera svoleiðis til að halda fólki í burtu," segir Klara, sem vildi þannig tryggja að hundurinn fældist ekki frekar.„Ég er búin að eyða viku í að öðlast traust hans með því að færa honum mat. Það hvarflaði stundum að mér að hann kæmi ekki en ég gaf mig ekki," segir hún. Klara er búin að fara allt að þrjátíu ferðir í fjallið eftir hvutta og lagði sjálf gildruna sem gómaði hann. Hún er að vonum fegin lyktunum. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli. Hann er búinn að hitta dýralækninn, sem sá ekkert að honum í fljótu bragði. Hann sagði að Lúkas ætti bara að hvílast heima við." Með heimkomu hundsins lýkur afskiptum lögreglunnar á Akureyri af dýrinu. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Gunnar veit ekki hver verða eftirmál vegna þeirra sem báru ljúgvitni á sínum tíma. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar." Lúkasarmálið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
„Við fyrstu skoðun virðist hann þokkalega heill og glaður yfir að koma heim," segir Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar og sú sem kom að honum í gærmorgun. Hundurinn hafði verið týndur í einar tíu vikur. Hann var talinn af, vegna ljúgvitnis um grimmilegt dráp, en eigandi hans bar síðan kennsl á hann uppi í fjalli fyrir rúmri viku. Lúkas hefur verið styggur með afbrigðum. Síðustu viku hafa verið egndar fyrir hundinn gildrur í fjallinu og skilinn eftir matur. Lúkas lét svo loks blekkjast og gekk í felligildru í Fálkafelli í fjallinu Súlum. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og talið var. „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu, en við ákváðum bara að leyfa því að vera svoleiðis til að halda fólki í burtu," segir Klara, sem vildi þannig tryggja að hundurinn fældist ekki frekar.„Ég er búin að eyða viku í að öðlast traust hans með því að færa honum mat. Það hvarflaði stundum að mér að hann kæmi ekki en ég gaf mig ekki," segir hún. Klara er búin að fara allt að þrjátíu ferðir í fjallið eftir hvutta og lagði sjálf gildruna sem gómaði hann. Hún er að vonum fegin lyktunum. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli. Hann er búinn að hitta dýralækninn, sem sá ekkert að honum í fljótu bragði. Hann sagði að Lúkas ætti bara að hvílast heima við." Með heimkomu hundsins lýkur afskiptum lögreglunnar á Akureyri af dýrinu. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Gunnar veit ekki hver verða eftirmál vegna þeirra sem báru ljúgvitni á sínum tíma. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar."
Lúkasarmálið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira