Eftirlit flytur í bankahverfi 25. júlí 2007 00:01 Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína um set í höfuðborginni, frá Rauðarárstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá stofnun fyrir tveimur árum yfir í nýjar skrifstofur á annari hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði við Borgartún 26. Eftirlitið hóf starfsemi sína á Rauðarárstígnum í húsnæði sem Samkeppnisstofnun og Verðlagsstofnun höfðu áður til umráða. Húsnæðið þótti óhentugt og var því ákveðið að finna stofnuninni nýjan stað og hlýtur að vera vel við hæfi að sá staður sé á „Wall Street" Íslands, fjármálahverfinu í Borgartúni. Svo er líka blússandi samkeppni um húsnæði á þessum slóðum.Landið er ei lengur eylandÍ nýjasta hefti Vísbendingar er fjallað um þróun alþjóðaviðskipta hér á landi. Hann bendir á að á tuttugustu öldinni hafi, þótt landið væri alþjóðlegt viðskiptaland, verið lítið sem ekkert inn- og útstreymi fjárfestinga. „Á þeim vettvangi var Ísland eyland," segir í Vísbendingu. Samanburður úr talnasafni OECD sýnir hins vegar að ný öld hafi táknað nýja tíma þar sem inn- og útstreymi fjárfestinga tók stökkbreytingum.Innflæði beinna erlendra fjárfestinga nam í fyrra 24 prósentum af vergri landsframleiðslu og útflæði 47 prósentum, sem er sagt mun hærra hlutfall en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Með öðrum orðum, Ísland er ekkert eyland lengur."Nýja nafngift, takkOMX Iceland 15, úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sem áður hét ICEX-15, ber ekki lengur nafn með rentu í kjölfar afskráningar Actavis, því einungis eru þrettán félög eftir í vísitölunni. Actavis er annað félagið sem hverfur úr vísitölunni á árinu, en áður höfðu 365 Miðlar horfið á braut eftir að ljóst varð að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði til að teljast hluti af vísitölunni. Þá er einungis tímaspursmál hvenær yfirtöku Baugs á Mosaic Fashions lýkur, og því ljóst að brátt verða einungis tólf félög eftir í vísitölunni. Af því tilefni er spurt hvort ekki þurfi að huga að nýrri nafngift á vísitöluna? Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína um set í höfuðborginni, frá Rauðarárstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá stofnun fyrir tveimur árum yfir í nýjar skrifstofur á annari hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði við Borgartún 26. Eftirlitið hóf starfsemi sína á Rauðarárstígnum í húsnæði sem Samkeppnisstofnun og Verðlagsstofnun höfðu áður til umráða. Húsnæðið þótti óhentugt og var því ákveðið að finna stofnuninni nýjan stað og hlýtur að vera vel við hæfi að sá staður sé á „Wall Street" Íslands, fjármálahverfinu í Borgartúni. Svo er líka blússandi samkeppni um húsnæði á þessum slóðum.Landið er ei lengur eylandÍ nýjasta hefti Vísbendingar er fjallað um þróun alþjóðaviðskipta hér á landi. Hann bendir á að á tuttugustu öldinni hafi, þótt landið væri alþjóðlegt viðskiptaland, verið lítið sem ekkert inn- og útstreymi fjárfestinga. „Á þeim vettvangi var Ísland eyland," segir í Vísbendingu. Samanburður úr talnasafni OECD sýnir hins vegar að ný öld hafi táknað nýja tíma þar sem inn- og útstreymi fjárfestinga tók stökkbreytingum.Innflæði beinna erlendra fjárfestinga nam í fyrra 24 prósentum af vergri landsframleiðslu og útflæði 47 prósentum, sem er sagt mun hærra hlutfall en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Með öðrum orðum, Ísland er ekkert eyland lengur."Nýja nafngift, takkOMX Iceland 15, úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sem áður hét ICEX-15, ber ekki lengur nafn með rentu í kjölfar afskráningar Actavis, því einungis eru þrettán félög eftir í vísitölunni. Actavis er annað félagið sem hverfur úr vísitölunni á árinu, en áður höfðu 365 Miðlar horfið á braut eftir að ljóst varð að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði til að teljast hluti af vísitölunni. Þá er einungis tímaspursmál hvenær yfirtöku Baugs á Mosaic Fashions lýkur, og því ljóst að brátt verða einungis tólf félög eftir í vísitölunni. Af því tilefni er spurt hvort ekki þurfi að huga að nýrri nafngift á vísitöluna?
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent