Eftirlit flytur í bankahverfi 25. júlí 2007 00:01 Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína um set í höfuðborginni, frá Rauðarárstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá stofnun fyrir tveimur árum yfir í nýjar skrifstofur á annari hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði við Borgartún 26. Eftirlitið hóf starfsemi sína á Rauðarárstígnum í húsnæði sem Samkeppnisstofnun og Verðlagsstofnun höfðu áður til umráða. Húsnæðið þótti óhentugt og var því ákveðið að finna stofnuninni nýjan stað og hlýtur að vera vel við hæfi að sá staður sé á „Wall Street" Íslands, fjármálahverfinu í Borgartúni. Svo er líka blússandi samkeppni um húsnæði á þessum slóðum.Landið er ei lengur eylandÍ nýjasta hefti Vísbendingar er fjallað um þróun alþjóðaviðskipta hér á landi. Hann bendir á að á tuttugustu öldinni hafi, þótt landið væri alþjóðlegt viðskiptaland, verið lítið sem ekkert inn- og útstreymi fjárfestinga. „Á þeim vettvangi var Ísland eyland," segir í Vísbendingu. Samanburður úr talnasafni OECD sýnir hins vegar að ný öld hafi táknað nýja tíma þar sem inn- og útstreymi fjárfestinga tók stökkbreytingum.Innflæði beinna erlendra fjárfestinga nam í fyrra 24 prósentum af vergri landsframleiðslu og útflæði 47 prósentum, sem er sagt mun hærra hlutfall en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Með öðrum orðum, Ísland er ekkert eyland lengur."Nýja nafngift, takkOMX Iceland 15, úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sem áður hét ICEX-15, ber ekki lengur nafn með rentu í kjölfar afskráningar Actavis, því einungis eru þrettán félög eftir í vísitölunni. Actavis er annað félagið sem hverfur úr vísitölunni á árinu, en áður höfðu 365 Miðlar horfið á braut eftir að ljóst varð að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði til að teljast hluti af vísitölunni. Þá er einungis tímaspursmál hvenær yfirtöku Baugs á Mosaic Fashions lýkur, og því ljóst að brátt verða einungis tólf félög eftir í vísitölunni. Af því tilefni er spurt hvort ekki þurfi að huga að nýrri nafngift á vísitöluna? Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína um set í höfuðborginni, frá Rauðarárstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá stofnun fyrir tveimur árum yfir í nýjar skrifstofur á annari hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði við Borgartún 26. Eftirlitið hóf starfsemi sína á Rauðarárstígnum í húsnæði sem Samkeppnisstofnun og Verðlagsstofnun höfðu áður til umráða. Húsnæðið þótti óhentugt og var því ákveðið að finna stofnuninni nýjan stað og hlýtur að vera vel við hæfi að sá staður sé á „Wall Street" Íslands, fjármálahverfinu í Borgartúni. Svo er líka blússandi samkeppni um húsnæði á þessum slóðum.Landið er ei lengur eylandÍ nýjasta hefti Vísbendingar er fjallað um þróun alþjóðaviðskipta hér á landi. Hann bendir á að á tuttugustu öldinni hafi, þótt landið væri alþjóðlegt viðskiptaland, verið lítið sem ekkert inn- og útstreymi fjárfestinga. „Á þeim vettvangi var Ísland eyland," segir í Vísbendingu. Samanburður úr talnasafni OECD sýnir hins vegar að ný öld hafi táknað nýja tíma þar sem inn- og útstreymi fjárfestinga tók stökkbreytingum.Innflæði beinna erlendra fjárfestinga nam í fyrra 24 prósentum af vergri landsframleiðslu og útflæði 47 prósentum, sem er sagt mun hærra hlutfall en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Með öðrum orðum, Ísland er ekkert eyland lengur."Nýja nafngift, takkOMX Iceland 15, úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sem áður hét ICEX-15, ber ekki lengur nafn með rentu í kjölfar afskráningar Actavis, því einungis eru þrettán félög eftir í vísitölunni. Actavis er annað félagið sem hverfur úr vísitölunni á árinu, en áður höfðu 365 Miðlar horfið á braut eftir að ljóst varð að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði til að teljast hluti af vísitölunni. Þá er einungis tímaspursmál hvenær yfirtöku Baugs á Mosaic Fashions lýkur, og því ljóst að brátt verða einungis tólf félög eftir í vísitölunni. Af því tilefni er spurt hvort ekki þurfi að huga að nýrri nafngift á vísitöluna?
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira