Starfsumhverfið æ alþjóðlegra 25. júlí 2007 00:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögmaður og einn eigenda BBA BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira
BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira