Ofar en Ozzy og Winehouse 27. júlí 2007 03:00 Hafdís þótti standa sig ákaflega vel á tónleikunum í Svíþjóð. mynd/johan eckerström Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hultsfred í Svíþjóð sem var haldin á dögunum. Hultsfred er ein stærsta tónlistarhátíðin á Norðurlöndunum og í ár komu 160 hljómsveitir frá öllum heimshornum þar fram. Í blaðinu Nojesguiden var birtur listi yfir fimm bestu tónleikana og lenti Hafdís þar í efsta sæti. Fyrir neðan hana voru þekkt nöfn á borð við Ozzy Osbourne, 50 Cent, Amy Winehouse, Korn og Manic Street Preachers. Lenti Winehouse til að mynda í fimmta sæti á listanum. „Þetta var heillandi blanda af krúttlegheitum, fínum poppperlum og skemmtilegum ukulele-leik,“ sagði í blaðinu. Að auki líkti blaðamaðurinn plötu Hafdísar, Dirty Paper Cup, við jarðarberjatínslu sumarsins. Sænska dagblaðið Östran setti tónleika Hafdísar á topp tíu hjá sér auk þess sem frammistaða hennar fékk fjóra af fimm í einkunn á netsíðunni sydmark.se. Tónlist Hafdísar Huldar er gefin út af Playground music á Norðurlöndunum og er stefnt á að hljómsveit hennar fari þangað í tónleikaferðalag á haustmánuðum. Fyrstu tónleikar Hafdísar á Íslandi verða í Salnum Kópavogi þann 9. ágúst næstkomandi. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hultsfred í Svíþjóð sem var haldin á dögunum. Hultsfred er ein stærsta tónlistarhátíðin á Norðurlöndunum og í ár komu 160 hljómsveitir frá öllum heimshornum þar fram. Í blaðinu Nojesguiden var birtur listi yfir fimm bestu tónleikana og lenti Hafdís þar í efsta sæti. Fyrir neðan hana voru þekkt nöfn á borð við Ozzy Osbourne, 50 Cent, Amy Winehouse, Korn og Manic Street Preachers. Lenti Winehouse til að mynda í fimmta sæti á listanum. „Þetta var heillandi blanda af krúttlegheitum, fínum poppperlum og skemmtilegum ukulele-leik,“ sagði í blaðinu. Að auki líkti blaðamaðurinn plötu Hafdísar, Dirty Paper Cup, við jarðarberjatínslu sumarsins. Sænska dagblaðið Östran setti tónleika Hafdísar á topp tíu hjá sér auk þess sem frammistaða hennar fékk fjóra af fimm í einkunn á netsíðunni sydmark.se. Tónlist Hafdísar Huldar er gefin út af Playground music á Norðurlöndunum og er stefnt á að hljómsveit hennar fari þangað í tónleikaferðalag á haustmánuðum. Fyrstu tónleikar Hafdísar á Íslandi verða í Salnum Kópavogi þann 9. ágúst næstkomandi.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira