Safnplata á leiðinni 31. júlí 2007 05:45 Sigur Rós á tónleikum í Ólafsvík í fyrra. Safnplata frá sveitinni er væntanleg 5. nóvember. mynd/kóó Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleikamynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta. Á fyrri hlutanum, Hvarf, verða þrjú áður óútgefin lög sem nefnast Salka, Hljómalind og Í gær. Einnig verður þar endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Von af plötunni Vonbrigði. Á síðari hluta safnplötunnar, Heim, verða sex lög í órafmögnuðum útgáfum. Heita þau Samskeyti, Starálfur, Vaka, Ágætis byrjun, Heysátan og Von. „Við völdum lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Orri Páll Dýrason trommari í spjalli við heimasíðu breska tónlistartímaritsins NME. Tónleikamyndin var tekin upp víðs vegar um Ísland á síðasta ári, þar á meðal á Klambratúni og í Ásabyrgi, og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. „Það var gaman að spila á þessum tónleikum, sérstaklega fyrir framan vini okkar,“ sagði Orri. „Stundum spiluðum við á stórum tónleikum en við spiluðum líka á litlum svæðum sem voru mjög falleg.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleikamynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta. Á fyrri hlutanum, Hvarf, verða þrjú áður óútgefin lög sem nefnast Salka, Hljómalind og Í gær. Einnig verður þar endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Von af plötunni Vonbrigði. Á síðari hluta safnplötunnar, Heim, verða sex lög í órafmögnuðum útgáfum. Heita þau Samskeyti, Starálfur, Vaka, Ágætis byrjun, Heysátan og Von. „Við völdum lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Orri Páll Dýrason trommari í spjalli við heimasíðu breska tónlistartímaritsins NME. Tónleikamyndin var tekin upp víðs vegar um Ísland á síðasta ári, þar á meðal á Klambratúni og í Ásabyrgi, og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. „Það var gaman að spila á þessum tónleikum, sérstaklega fyrir framan vini okkar,“ sagði Orri. „Stundum spiluðum við á stórum tónleikum en við spiluðum líka á litlum svæðum sem voru mjög falleg.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira