Vörður samfélagsins Spákaupmaðurinn á horninu skrifar 1. ágúst 2007 04:00 Nú er heldur betur líf í tuskunum hjá sparisjóðunum eftir að SPRON ákvað að breyta sér í hlutafélag. Byr er á sama tíma að gleypa SPK og brátt verður Sparisjóður Norðlendinga runninn inn í Byr. Litlu sparisjóðirnir sjá auðvitað að þetta gengur ekki lengur, aðstæður eru með þeim hætti að þeir keppa ekki við þá stóru um kúnna sem verða stærri og stærri. Ekki sakar heldur að stofnfjáreigendurnir eru komnir með gullglampa í augun og sjá allt í einu að rykfallin stofnfjárbréf þeirra, sem eitt sinn höfðu það eitt að verðgildi að vera aðgöngumiði á kokkteila á aðalfundum, eru nú jafnvel tugmilljóna króna virði. Ég er löngu búinn að kaupa stofnfjárbréfin af forríkum frænda mínum, útgerðarkarlinum í Keflavík, og sjá þau margfaldast á skömmum tíma. Það er ekki laust við að samskipti okkar hafi versnað í seinni tíð. Ekki gekk eins vel að narra bréfin af aldraðri móðursystur minni sem býr vestur á fjörðum. Þegar ég falaðist eftir bréfum hennar í Sparisjóði Vestfirðinga sló hún sér á lær og spurði hvort ég væri genginn af göflunum. Það kæmi ekki til greina að selja aurapúkanum úr Reykjavík bréfin, enda hefði fjármagnið í Reykjavík engan skilning á atvinnuháttum á landsbyggðinni. Hún benti á að sem stofnfjáreigandi hefði hún ríkum skyldu að gegna sem táknrænn ábyrgðaraðili samfélagsins. En svona er þetta. Þeir fiska sem róa. Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
Nú er heldur betur líf í tuskunum hjá sparisjóðunum eftir að SPRON ákvað að breyta sér í hlutafélag. Byr er á sama tíma að gleypa SPK og brátt verður Sparisjóður Norðlendinga runninn inn í Byr. Litlu sparisjóðirnir sjá auðvitað að þetta gengur ekki lengur, aðstæður eru með þeim hætti að þeir keppa ekki við þá stóru um kúnna sem verða stærri og stærri. Ekki sakar heldur að stofnfjáreigendurnir eru komnir með gullglampa í augun og sjá allt í einu að rykfallin stofnfjárbréf þeirra, sem eitt sinn höfðu það eitt að verðgildi að vera aðgöngumiði á kokkteila á aðalfundum, eru nú jafnvel tugmilljóna króna virði. Ég er löngu búinn að kaupa stofnfjárbréfin af forríkum frænda mínum, útgerðarkarlinum í Keflavík, og sjá þau margfaldast á skömmum tíma. Það er ekki laust við að samskipti okkar hafi versnað í seinni tíð. Ekki gekk eins vel að narra bréfin af aldraðri móðursystur minni sem býr vestur á fjörðum. Þegar ég falaðist eftir bréfum hennar í Sparisjóði Vestfirðinga sló hún sér á lær og spurði hvort ég væri genginn af göflunum. Það kæmi ekki til greina að selja aurapúkanum úr Reykjavík bréfin, enda hefði fjármagnið í Reykjavík engan skilning á atvinnuháttum á landsbyggðinni. Hún benti á að sem stofnfjáreigandi hefði hún ríkum skyldu að gegna sem táknrænn ábyrgðaraðili samfélagsins. En svona er þetta. Þeir fiska sem róa.
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira