Snert viðkvæma taug 8. ágúst 2007 00:01 Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira