Astrópía - Tónlistin úr kvikmyndinni - þrjár stjörnur Trausti Júlíusson skrifar 9. ágúst 2007 07:45 Sprengjuhöllin, Motion Boys, Últra Mega Techno Bandið Stefán, FM Belfast, Pétur Ben, Stefán Hilmarsson og Wax eru á meðal þeirra sem halda uppi þessari ágætu kvikmyndasafnplötu. Svona er sumarið 2007Það er sitt lítið af hverju á Astrópíu-kvikmyndaplötunni. Nokkur ný popplög tekin upp sérstaklega fyrir plötuna, ný og nýleg lög af útkomnum eða væntanlegum plötum og kvikmyndatónlistin sjálf sem Þorvaldur Bjarni samdi og sem hljóðrituð var af Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu. Sá hluti er aftast á plötunni. Alls eru þetta tæpar 80 mínútur þannig að þetta er vel útilátinn pakki.Það eru nokkrar leiðir til að búa til sannfærandi bíómyndarplötu. Ein þeirra er að fá gott tónskáld til að búa til kvikmyndatónlist sem virkar jafnt í kvikmyndinni sem án hennar (dæmi: The Godfather eða Superfly). Önnur leið er að safna einfaldlega saman helling af flottum lögum (dæmi: Pulp Fiction). Astrópíu-platan reynir að fara báðar þessar leiðir.Kvikmyndatónlistin hans Þorvaldar Bjarna hljómar ágætlega, en hún gerir svo sem ekkert mjög mikið fyrir mann heima í stofu þó að maður geti ímyndað sér að hún virki vel í myndinni sjálfri. Frumsömdu popplögin sem eru líka flest eftir Þorvald Bjarna eru nokkuð misjöfn að gæðum. Best er titillagið sem Stefán Hilmarsson syngur. Nýja útgáfan af laginu Sumarást sem Helgi Björns og Ragnhildur Steinunn syngja er ágæt. Þetta er flott lag eftir Lee Hazelwood sem nú er nýfallinn frá. Ragnhildur hefur sæta rödd sem hæfir því vel.Það besta við Astrópíu-plötuna eru lögin sem voru ekki samin sérstaklega fyrir myndina. Þau eru mjög vel valin og bera plötuna uppi. Þarna eru nokkur af vinsælustu og bestu lögum sumarsins 2007 ¿ Hold Me Closer með Motion Boys, Last Dance Before An Execution með Lödu Sport, Story Of A Star með Últra Mega Techno Bandinu Stefán og hið frábæra Verum í sambandi með Sprengjuhöllinni. Það er eitt af lögum ársins ¿ flottur söngur, frábær texti og grípandi melódía. Þarna eru líka fín lög með FM Belfast, Togga, Pétri Ben, Steina og hljómsveitinni Wax.Heildarsvipurinn er ekki sterkur, en það er samt alveg hægt að mæla með Astrópíu-plötunni sem ágætlega heppnaðri safnplötu með nýrri og nýlegri tónlist. Svona er sumarið 2007 ... Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Svona er sumarið 2007Það er sitt lítið af hverju á Astrópíu-kvikmyndaplötunni. Nokkur ný popplög tekin upp sérstaklega fyrir plötuna, ný og nýleg lög af útkomnum eða væntanlegum plötum og kvikmyndatónlistin sjálf sem Þorvaldur Bjarni samdi og sem hljóðrituð var af Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu. Sá hluti er aftast á plötunni. Alls eru þetta tæpar 80 mínútur þannig að þetta er vel útilátinn pakki.Það eru nokkrar leiðir til að búa til sannfærandi bíómyndarplötu. Ein þeirra er að fá gott tónskáld til að búa til kvikmyndatónlist sem virkar jafnt í kvikmyndinni sem án hennar (dæmi: The Godfather eða Superfly). Önnur leið er að safna einfaldlega saman helling af flottum lögum (dæmi: Pulp Fiction). Astrópíu-platan reynir að fara báðar þessar leiðir.Kvikmyndatónlistin hans Þorvaldar Bjarna hljómar ágætlega, en hún gerir svo sem ekkert mjög mikið fyrir mann heima í stofu þó að maður geti ímyndað sér að hún virki vel í myndinni sjálfri. Frumsömdu popplögin sem eru líka flest eftir Þorvald Bjarna eru nokkuð misjöfn að gæðum. Best er titillagið sem Stefán Hilmarsson syngur. Nýja útgáfan af laginu Sumarást sem Helgi Björns og Ragnhildur Steinunn syngja er ágæt. Þetta er flott lag eftir Lee Hazelwood sem nú er nýfallinn frá. Ragnhildur hefur sæta rödd sem hæfir því vel.Það besta við Astrópíu-plötuna eru lögin sem voru ekki samin sérstaklega fyrir myndina. Þau eru mjög vel valin og bera plötuna uppi. Þarna eru nokkur af vinsælustu og bestu lögum sumarsins 2007 ¿ Hold Me Closer með Motion Boys, Last Dance Before An Execution með Lödu Sport, Story Of A Star með Últra Mega Techno Bandinu Stefán og hið frábæra Verum í sambandi með Sprengjuhöllinni. Það er eitt af lögum ársins ¿ flottur söngur, frábær texti og grípandi melódía. Þarna eru líka fín lög með FM Belfast, Togga, Pétri Ben, Steina og hljómsveitinni Wax.Heildarsvipurinn er ekki sterkur, en það er samt alveg hægt að mæla með Astrópíu-plötunni sem ágætlega heppnaðri safnplötu með nýrri og nýlegri tónlist. Svona er sumarið 2007 ...
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira