Blása lífi í Presley 18. ágúst 2007 06:45 Didda Jónsdóttir og félagar hafa gefið út plötuna Elvis. Hljómsveitin Minä Rakastan Sinua hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, sem heitir Elvis, í höfuðið á konungi rokksins. Á plötunni, sem kemur út undir merkjum Smekkleysu, syngur hljómsveitin lög úr sarpi Elvis Presley með það að markmiði að blása lífi í þau á nýjan leik. Sveitina skipa Didda Jónsdóttir, Riina Finnsdóttir og Kormákur Geirharðsson auk bræðranna Ara og Þórs Eldon. „Við spiluðum þetta Elvis-prógramm fyrst á skemmtistaðnum Domo í febrúar á fjáröflunartónleikum. Þá var Didda að safna peningum til að leysa barnsföður sinn úr haldi en hann sat í fangelsi á Jamaíku. Það gekk alveg frábærlega og við náðum karlinum úr fangelsi. Síðan fórum við beint í stúdíó og tókum efnið upp „live“ og það er platan sem er að koma út núna,“ segir Þór Eldon. „Við ákváðum að reyna að hafa þetta eins hrátt og einfalt og það var á tónleikunum. Við náðum fínu sándi í stúdíóinu og létum bara vaða. Ég veit ekki hvað við verðum lengi með þetta Elvis-prógramm í gangi en þetta er bara til að skemmta okkur og gleðja okkur. Við höfum aldrei hugsað um þetta sem pöbbaband eða næturvinnu.“ Þór segist vera aðdáandi Elvis eins og allir aðrir. „Þú getur ekki unnið við tónlist eða hlustað á tónlist og sleppt Elvis, það er ekki hægt.“ Næstu tónleikar Minä Rakastan Sinua verða í Norræna húsinu 25. ágúst. Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Minä Rakastan Sinua hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, sem heitir Elvis, í höfuðið á konungi rokksins. Á plötunni, sem kemur út undir merkjum Smekkleysu, syngur hljómsveitin lög úr sarpi Elvis Presley með það að markmiði að blása lífi í þau á nýjan leik. Sveitina skipa Didda Jónsdóttir, Riina Finnsdóttir og Kormákur Geirharðsson auk bræðranna Ara og Þórs Eldon. „Við spiluðum þetta Elvis-prógramm fyrst á skemmtistaðnum Domo í febrúar á fjáröflunartónleikum. Þá var Didda að safna peningum til að leysa barnsföður sinn úr haldi en hann sat í fangelsi á Jamaíku. Það gekk alveg frábærlega og við náðum karlinum úr fangelsi. Síðan fórum við beint í stúdíó og tókum efnið upp „live“ og það er platan sem er að koma út núna,“ segir Þór Eldon. „Við ákváðum að reyna að hafa þetta eins hrátt og einfalt og það var á tónleikunum. Við náðum fínu sándi í stúdíóinu og létum bara vaða. Ég veit ekki hvað við verðum lengi með þetta Elvis-prógramm í gangi en þetta er bara til að skemmta okkur og gleðja okkur. Við höfum aldrei hugsað um þetta sem pöbbaband eða næturvinnu.“ Þór segist vera aðdáandi Elvis eins og allir aðrir. „Þú getur ekki unnið við tónlist eða hlustað á tónlist og sleppt Elvis, það er ekki hægt.“ Næstu tónleikar Minä Rakastan Sinua verða í Norræna húsinu 25. ágúst.
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira