Sigur Rós í mynd DiCaprio 20. ágúst 2007 05:45 Sigur Rós á lag í heimildarmyndinni 11th Hour sem Leonardo DiCaprio framleiðir. Hljómsveitin Sigur Rós á lag í heimildarmyndinni 11th Hour sem hjartaknúsarinn Leonardo DiCapro framleiðir og talar inn á. Á meðal fleiri sveita sem eiga lög í myndinni eru Coldplay og Cocteau Twins. Myndin fjallar um umhverfismál og á meðal þeirra sem tjá skoðanir sínar í henni eru Stephen Hawking, James Woolsey, fyrrum forstjóri CIA, og Mikhail Gorbachev, fyrrum forseti Sovétríkjanna. Leonardo DiCaprio lætur umhverfismál sig varða í heimildarmyndinni 11th Hour. Ekki er langt síðan Sigur Rós seldi lag sitt Popplagið í sýnishorn fyrir stórmyndina The Invasion með Nicole Kidman og Daniel Craig í aðalhlutverkum. Sveitin hefur áður átt lög við sýnishorn úr myndinni Children of Men og í Vanilla Sky með Tom Cruise í aðalhlutverki og The Life Aquatic With Steve Zissou með Bill Murray. Einnig hafa lög sveitarinnar m.a. fengið að hljóma í sjónvarpsþættinum CSI. Meðlimir Sigur Rósar eru um þessar mundir staddir í Los Angeles að ljúka við hljóðsetningu á tónleikamynd sinni Heima sem verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík 27. september. Fer myndin í almennar sýningar 5. október. Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós á lag í heimildarmyndinni 11th Hour sem hjartaknúsarinn Leonardo DiCapro framleiðir og talar inn á. Á meðal fleiri sveita sem eiga lög í myndinni eru Coldplay og Cocteau Twins. Myndin fjallar um umhverfismál og á meðal þeirra sem tjá skoðanir sínar í henni eru Stephen Hawking, James Woolsey, fyrrum forstjóri CIA, og Mikhail Gorbachev, fyrrum forseti Sovétríkjanna. Leonardo DiCaprio lætur umhverfismál sig varða í heimildarmyndinni 11th Hour. Ekki er langt síðan Sigur Rós seldi lag sitt Popplagið í sýnishorn fyrir stórmyndina The Invasion með Nicole Kidman og Daniel Craig í aðalhlutverkum. Sveitin hefur áður átt lög við sýnishorn úr myndinni Children of Men og í Vanilla Sky með Tom Cruise í aðalhlutverki og The Life Aquatic With Steve Zissou með Bill Murray. Einnig hafa lög sveitarinnar m.a. fengið að hljóma í sjónvarpsþættinum CSI. Meðlimir Sigur Rósar eru um þessar mundir staddir í Los Angeles að ljúka við hljóðsetningu á tónleikamynd sinni Heima sem verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík 27. september. Fer myndin í almennar sýningar 5. október.
Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira