Tónleikaferð lokið 28. ágúst 2007 08:30 Rokkararnir síungu í The Rolling Stones hafa lokið tónleikaferð sinni um heiminn. AFP Hljómsveitin The Rolling Stones hefur lokið "A Bigger Bang"-tónleikaferð sinni um heiminn sem hefur staðið yfir í tvö ár. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þetta sé síðasta tónleikaferð sveitarinnar, enda Jagger, Richards og félagar komnir vel á sjötugsaldurinn. Jagger var þó spar á yfirlýsingarnar á lokatónleikunum sem voru haldnir í London. Þakkaði hann einfaldlega öllum þeim sem komu og hlustuðu á sveitina fyrir að hafa staðið með þeim félögum þótt ýmislegt hafi gengið á. Á meðan á tónleikaferðinni stóð misstu bæði Jagger og Richards annað foreldri sitt og Ronnie Wood missti eldri bróður sinn. Richards þurfti einnig að gangast undir skurðaðgerð eftir að hafa dottið úr pálmatré á Fiji-eyjum á síðasta ári. Stones spilaði á 146 tónleikum í 31 landi fyrir framan 2,2 milljónir áhorfenda. Á meðal þjóða sem sveitin heimsótti í fyrsta sinn voru Kínverjar, Rúmenar og Serbar, auk þess sem hún spilaði í fyrsta sinn á Super Bowl, úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. Tekjur af miðasölu námu um nítján milljörðum króna. Heimildarmynd Martins Scorsese um Stones, Shine a Light, kemur út í apríl á næsta ári og munu Jagger og félagar taka þátt í að kynna þá mynd, endurnærðir eftir langþráða hvíld. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin The Rolling Stones hefur lokið "A Bigger Bang"-tónleikaferð sinni um heiminn sem hefur staðið yfir í tvö ár. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þetta sé síðasta tónleikaferð sveitarinnar, enda Jagger, Richards og félagar komnir vel á sjötugsaldurinn. Jagger var þó spar á yfirlýsingarnar á lokatónleikunum sem voru haldnir í London. Þakkaði hann einfaldlega öllum þeim sem komu og hlustuðu á sveitina fyrir að hafa staðið með þeim félögum þótt ýmislegt hafi gengið á. Á meðan á tónleikaferðinni stóð misstu bæði Jagger og Richards annað foreldri sitt og Ronnie Wood missti eldri bróður sinn. Richards þurfti einnig að gangast undir skurðaðgerð eftir að hafa dottið úr pálmatré á Fiji-eyjum á síðasta ári. Stones spilaði á 146 tónleikum í 31 landi fyrir framan 2,2 milljónir áhorfenda. Á meðal þjóða sem sveitin heimsótti í fyrsta sinn voru Kínverjar, Rúmenar og Serbar, auk þess sem hún spilaði í fyrsta sinn á Super Bowl, úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. Tekjur af miðasölu námu um nítján milljörðum króna. Heimildarmynd Martins Scorsese um Stones, Shine a Light, kemur út í apríl á næsta ári og munu Jagger og félagar taka þátt í að kynna þá mynd, endurnærðir eftir langþráða hvíld.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira