Viðskipti innlent

Aldurinn skiptir máli

Hollenska iðnsamstæðan Stork N.V. blés til hluthafafundar að beiðni breska fjárfestingasjóðsins Candover til að kynna yfirtökutilboð sjóðsins í samstæðuna. Candover-menn þóttu á fundinum heldur gera í brækurnar þegar fulltrúi sjóðsins kaus að taka ekki til máls eða svara spurningum hluthafa um fyrirætlan með yfirtökunni.

Ef til vill er það þó ekki að undra því fundargestir voru smámunasamir í meira lagi og fundurinn farinn að dragast heldur á langinn. Þannig gerði einn hluthafi stórmál úr því að gleymst hafði að uppfæra æviágrip í upplýsingum sem dreift var á fundinum um ráðgjafarstjórnarmenn sem í kjöri voru. „En þú sérð þarna á blaðinu hvenær maðurinn er fæddur,“ benti stjórnarformaður Stork reiðum hluthafa á, en hann var verulega ósáttur við að sá sem sagður var þrítugur væri í raun orðinn 32 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×