Lúkasarmálið þvælist á milli sýslumanna 15. september 2007 00:01 Lúkas Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi meiðyrðamál Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um að drepa hundinn Lúkas, til sýslumannsins á Akureyri í ágúst. Á skrifstofu sýslumanns er meiðyrðamálið ekki talið hluti af því Lúkasarmáli sem rannsakað var fyrir norðan og snerist um illa meðferð á dýri. „Þetta hefur verið að vefjast fyrir okkur,“ segir Björn Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þetta mál eigi yfirleitt heima hjá okkur.“ Málið er flókið því brotin í hinu nýja Lúkasarmáli, hótanir og svívirðingar í garð Helga Rafns, voru framin á netinu. Sakamál eru yfirleitt rannsökuð í svokölluðu brotavarnarþingi, í þeirri sýslu þar sem brotið var framið. Í þessu tilfelli er enginn slíkur áþreifanlegur staður fyrir hendi. Einnig má rannsaka mál í heimilisvarnarþingi, það er þar sem hinn brotlegi á lögheimili. Ummæli netverja í garð Helga Rafns komu úr mörgum sýslum. Spurður segir Björn því allt eins hugsanlegt að málið verði rannsakað af öllum sýslumönnum landsins. Fordæmi fyrir viðlíka rannsókn finnast ekki og í ofanálag má efast um hver beri ábyrgð á meiðandi færslu. Það gæti verið sá sem skrifar ummælin, sá sem er skráður fyrir IP-númeri tölvunnar sem var notuð, sá sem heldur úti heimasíðunni sem birtir ummælin, eða sá sem hýsir heimasíðuna. Hjá ákærudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fátt um svör. „Brotavettvangur er á Akureyri,“ hafði símastúlka þó eftir fulltrúum þar. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en furðar sig á því að það sé statt á Akureyri. Brotin hafi farið fram á veraldarvefnum. Lúkasarmálið Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi meiðyrðamál Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um að drepa hundinn Lúkas, til sýslumannsins á Akureyri í ágúst. Á skrifstofu sýslumanns er meiðyrðamálið ekki talið hluti af því Lúkasarmáli sem rannsakað var fyrir norðan og snerist um illa meðferð á dýri. „Þetta hefur verið að vefjast fyrir okkur,“ segir Björn Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þetta mál eigi yfirleitt heima hjá okkur.“ Málið er flókið því brotin í hinu nýja Lúkasarmáli, hótanir og svívirðingar í garð Helga Rafns, voru framin á netinu. Sakamál eru yfirleitt rannsökuð í svokölluðu brotavarnarþingi, í þeirri sýslu þar sem brotið var framið. Í þessu tilfelli er enginn slíkur áþreifanlegur staður fyrir hendi. Einnig má rannsaka mál í heimilisvarnarþingi, það er þar sem hinn brotlegi á lögheimili. Ummæli netverja í garð Helga Rafns komu úr mörgum sýslum. Spurður segir Björn því allt eins hugsanlegt að málið verði rannsakað af öllum sýslumönnum landsins. Fordæmi fyrir viðlíka rannsókn finnast ekki og í ofanálag má efast um hver beri ábyrgð á meiðandi færslu. Það gæti verið sá sem skrifar ummælin, sá sem er skráður fyrir IP-númeri tölvunnar sem var notuð, sá sem heldur úti heimasíðunni sem birtir ummælin, eða sá sem hýsir heimasíðuna. Hjá ákærudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fátt um svör. „Brotavettvangur er á Akureyri,“ hafði símastúlka þó eftir fulltrúum þar. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en furðar sig á því að það sé statt á Akureyri. Brotin hafi farið fram á veraldarvefnum.
Lúkasarmálið Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira