Eldhús skapandi staður 19. september 2007 00:01 Anna Richardsdóttir listakona með hafmeyjarsúpu á diski. Mynd/Wolfgang Frosti Anna Richardsdóttir gjörningalistakona á Akureyri býr gjarnan til eitthvað skrautlegt í matinn. Hér býður hún í hafmeyjarsúpu. „Gestirnir mínir hafa verið við sjósundæfingar og veitir ekki af einhverju heitu og hollu,“ segir Anna Richardsdóttir þar sem hún stendur við að skenkja ilmandi súpu á diska. „Þeir ætla nefnilega að leika seli í gjörningi sem ég verð með kl. 11. 30 á morgun, laugardag, í tilefni Akureyrarvöku. Gjörningurinn fer fram á Strandgötunni við Pollinn og þar ætlar fólk að leggja haf undir sporð.“ Þegar forvitnast er nánar um gjörninginn kveðst Anna ætla að reyna að svara spurningunni um hvort hafmeyja sé í höfninni. „Það leikur grunur á að svo sé en það hefur hvorki verið sannað né afsannað ennþá og ekki er allt sem sýnist. Oft eru heimarnir sem hlutir gerast í það margir að þó að maður leitist við að kanna þá er ekki víst að svarið verði augljóst.“ Súpan sem Anna ber fram er samt mjög augljós. „Ég hef gaman af að elda og það geri ég á hverjum degi. Mér finnst þannig næring skipta miklu máli fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir hún og er greinilega alvara. „Ég nýt þess að vera í eldhúsinu. Þar verða líka gjörningarnir til í kolli mínum þannig að eldhúsið er mjög skapandi staður.“ Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Anna Richardsdóttir gjörningalistakona á Akureyri býr gjarnan til eitthvað skrautlegt í matinn. Hér býður hún í hafmeyjarsúpu. „Gestirnir mínir hafa verið við sjósundæfingar og veitir ekki af einhverju heitu og hollu,“ segir Anna Richardsdóttir þar sem hún stendur við að skenkja ilmandi súpu á diska. „Þeir ætla nefnilega að leika seli í gjörningi sem ég verð með kl. 11. 30 á morgun, laugardag, í tilefni Akureyrarvöku. Gjörningurinn fer fram á Strandgötunni við Pollinn og þar ætlar fólk að leggja haf undir sporð.“ Þegar forvitnast er nánar um gjörninginn kveðst Anna ætla að reyna að svara spurningunni um hvort hafmeyja sé í höfninni. „Það leikur grunur á að svo sé en það hefur hvorki verið sannað né afsannað ennþá og ekki er allt sem sýnist. Oft eru heimarnir sem hlutir gerast í það margir að þó að maður leitist við að kanna þá er ekki víst að svarið verði augljóst.“ Súpan sem Anna ber fram er samt mjög augljós. „Ég hef gaman af að elda og það geri ég á hverjum degi. Mér finnst þannig næring skipta miklu máli fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir hún og er greinilega alvara. „Ég nýt þess að vera í eldhúsinu. Þar verða líka gjörningarnir til í kolli mínum þannig að eldhúsið er mjög skapandi staður.“
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira