Sverrir vinnur með Grammy-verðlaunahafa 24. september 2007 05:00 Sverrir telur að allt of margar plötur sem gefnar eru út hér á landi hafi þennan „íslenska“ tón. Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað." Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað."
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira