Bankahólfið: Forstjóraflétta 3. október 2007 00:01 .Bjarni Ármannsson Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnarformanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt. Margir eigendur fyrirtækja vildu líka nýta sér krafta Bjarna þegar ljóst varð að hann ætti ekki lengur samleið með hluthöfum Glitnis. Menn innan Icelandair ljáðu meðal annars máls á því hvort hann vildi ekki snúa sér að flugrekstri félagsins. Ekki mun forstjórinn fyrrverandi hafa viljað það en benti á félaga sinn, Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóra Glitnis á Íslandi. Úr því varð ekki. Jón Karl Ólafsson hélt djobbinu og Jón Diðrik hefur hafið störf fyrir Reykjavik Energy Invest. Finnair-fíaskóÓlíklegt er að fjöldi fólks frá Íslandi, sem var á leið heim frá Nordisk Panorama í Oulo í Finnlandi, sæki fast að fjárfesta í Finnair fljótlega, þar sem FL Group er næststærsti eigandinn á eftir finnska ríkinu. Þegar ferðalangarnir höfðu komið sér þægilega fyrir í sætum Finnair-vélarinnar á leið til Helsinki var ekki hægt að taka á loft. Hurð vélarinnar stóð á sér og lokaðist ekki almennilega. Eftir nokkra seinkun var haldið af stað og klakklaust lent á leiðarenda. Frá Helsinki átti svo að fljúga aftur með Finnair til Kaupmannahafnar. En vélin fór ekki á loft. Nú voru ljós vélarinnar í lamasessi. Þurftu þreyttir farþegar að bíða aftur eftir viðgerð. Ekki fylgdi sögunni hvernig gekk að fljúga síðasta legginn - líklega með Icelandair.Mótvægisaðgerðir tefja framfarir„Mörgum fannst það einkennilegt afturhvarf til fortíðar þegar ríkisstjórnin boðaði „aðgerðir“ í atvinnumálum víða um land,“ segir í Öðrum sálmum nýjasta heftis Vísbendingar. Vísað er til aðgerða vegna niðurskurðar fiskveiðiheimilda og rifjað upp „sjóðasukk“ fyrri ríkisstjórna. Boðaðar aðgerðir eru engu að síður sagðar skynsamlegar einar og sér, þótt þær hafi líklega lítil áhrif á einstaklinga sem missa vinnu í sjávarútvegi. Fremur en að leita til ríkisstjórnarinnar er í Öðrum sálmum hvatt til sjálfsbjargarviðleitni. „Nú er lag að sameina útgerðarfyrirtæki og fækka fiskvinnsluhúsum. Allar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða til þess að tefja nauðsynlegar framfarir í greininni.“ Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnarformanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt. Margir eigendur fyrirtækja vildu líka nýta sér krafta Bjarna þegar ljóst varð að hann ætti ekki lengur samleið með hluthöfum Glitnis. Menn innan Icelandair ljáðu meðal annars máls á því hvort hann vildi ekki snúa sér að flugrekstri félagsins. Ekki mun forstjórinn fyrrverandi hafa viljað það en benti á félaga sinn, Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóra Glitnis á Íslandi. Úr því varð ekki. Jón Karl Ólafsson hélt djobbinu og Jón Diðrik hefur hafið störf fyrir Reykjavik Energy Invest. Finnair-fíaskóÓlíklegt er að fjöldi fólks frá Íslandi, sem var á leið heim frá Nordisk Panorama í Oulo í Finnlandi, sæki fast að fjárfesta í Finnair fljótlega, þar sem FL Group er næststærsti eigandinn á eftir finnska ríkinu. Þegar ferðalangarnir höfðu komið sér þægilega fyrir í sætum Finnair-vélarinnar á leið til Helsinki var ekki hægt að taka á loft. Hurð vélarinnar stóð á sér og lokaðist ekki almennilega. Eftir nokkra seinkun var haldið af stað og klakklaust lent á leiðarenda. Frá Helsinki átti svo að fljúga aftur með Finnair til Kaupmannahafnar. En vélin fór ekki á loft. Nú voru ljós vélarinnar í lamasessi. Þurftu þreyttir farþegar að bíða aftur eftir viðgerð. Ekki fylgdi sögunni hvernig gekk að fljúga síðasta legginn - líklega með Icelandair.Mótvægisaðgerðir tefja framfarir„Mörgum fannst það einkennilegt afturhvarf til fortíðar þegar ríkisstjórnin boðaði „aðgerðir“ í atvinnumálum víða um land,“ segir í Öðrum sálmum nýjasta heftis Vísbendingar. Vísað er til aðgerða vegna niðurskurðar fiskveiðiheimilda og rifjað upp „sjóðasukk“ fyrri ríkisstjórna. Boðaðar aðgerðir eru engu að síður sagðar skynsamlegar einar og sér, þótt þær hafi líklega lítil áhrif á einstaklinga sem missa vinnu í sjávarútvegi. Fremur en að leita til ríkisstjórnarinnar er í Öðrum sálmum hvatt til sjálfsbjargarviðleitni. „Nú er lag að sameina útgerðarfyrirtæki og fækka fiskvinnsluhúsum. Allar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða til þess að tefja nauðsynlegar framfarir í greininni.“
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira