Veitum þeim vernd Toshiki Toma skrifar 5. október 2007 00:01 Nú stendur yfir norrænt átak sem ber yfirskriftina „Veitum þeim vernd!“ eða „Keep them safe“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum en tuttugu norræn félagasamtök, m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Rauði kross Íslands, standa að undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að virða og vernda réttindi flóttafólks. Í tilefni af átakinu langar mig til að vekja athygli á að meðferð hælismála á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag þá hefst meðferðin með því að lögreglan tekur skýrslu af hælisleitandanum, síðan er athugað hvort annað land ber ábyrgð á því að vinna hælisumsóknina. Ef Ísland verður að fjalla um málið þá fer Útlendingastofnun yfir umsóknina, aflar gagna og ákveður síðan hvort umsækjandanum er veitt hæli eða ekki. Þeirri ákvörðun getur umsækjandi svo áfrýjað til dómsmálaráðuneytis sé hann ekki sáttur við niðurstöðuna. Ráðuneytið fer þá yfir ákvörðun Útlendingastofnunar og sker endanlega úr um hvort veitt er hæli eða ekki. Þessa ákvörðun getur umsækjandi síðan borið undir dómstóla, en þó ekki synjunina sem slíka heldur aðeins málsmeðferðina. Það sem mig langar að vekja athygli á hér er að fólk fær ekki lögfræðiaðstoð við mál sitt meðan Útlendingastofnun fjallar um það. Þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað á hælisumsækjandi rétt á takmarkaðri lögfræðiaðstoð en þetta er oft meira „pappírsvinna“ fremur en persónuleg aðstoð við einstaklinginn. Kveðið er á um andmælarétt eftir endanlega synjun frá dómsmálaráðuneyti í lögum, þ.e. að hælisleitandi getur höfðað mál fyrir dómstólum en þetta er í fyrsta sinn í öllu ferlinu þar sem umsækjandi fær „faglega og persónulega“ lögfræðiaðstoð. Seint er betra en aldrei eða hvað? Í lögunum segir: „Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar“. Þannig að þótt hælisleitandi höfði mál fyrir dómstólum getur hann verið fluttur úr landi áður en dómur fellur. Og ef hann er fluttur úr landi fellur málið niður þar sem enginn á lengur lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningsefninu. Ég veit ekki hve margir hafa farið með mál sín fyrir dómstóla en ég þekki persónulega dæmi þess að umsækjandi var fluttur úr landi rétt áður en málið var tekið fyrir. Það er merkilegt hversu stjórnvöld flýta sér að framkvæma brottvísun umsækjenda eftir að hafa stundum látið þá bíða á annað ár eftir úrskurði. Óttast yfirvöld að dómstólar komist að annarri niðurstöðu en dómsmálaráðuneytið? Ég vek athygli á því að eftir því sem ég best veit hefur ennið ekki fallið dómur varðandi synjun stjórnvalda um hæli. Mér vitandi eru nokkrir menn nú með mál varðandi synjun fyrir dómstólum. Ég vona innilega að þeir verði ekki fluttir úr landi, í það minnsta ekki áður en dómur fellur og hvet almenning til að fylgjast með því að réttur þeirra til að fá skorið úr sínum málum fyrir dómstólum sé virtur.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir norrænt átak sem ber yfirskriftina „Veitum þeim vernd!“ eða „Keep them safe“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum en tuttugu norræn félagasamtök, m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Rauði kross Íslands, standa að undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að virða og vernda réttindi flóttafólks. Í tilefni af átakinu langar mig til að vekja athygli á að meðferð hælismála á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag þá hefst meðferðin með því að lögreglan tekur skýrslu af hælisleitandanum, síðan er athugað hvort annað land ber ábyrgð á því að vinna hælisumsóknina. Ef Ísland verður að fjalla um málið þá fer Útlendingastofnun yfir umsóknina, aflar gagna og ákveður síðan hvort umsækjandanum er veitt hæli eða ekki. Þeirri ákvörðun getur umsækjandi svo áfrýjað til dómsmálaráðuneytis sé hann ekki sáttur við niðurstöðuna. Ráðuneytið fer þá yfir ákvörðun Útlendingastofnunar og sker endanlega úr um hvort veitt er hæli eða ekki. Þessa ákvörðun getur umsækjandi síðan borið undir dómstóla, en þó ekki synjunina sem slíka heldur aðeins málsmeðferðina. Það sem mig langar að vekja athygli á hér er að fólk fær ekki lögfræðiaðstoð við mál sitt meðan Útlendingastofnun fjallar um það. Þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað á hælisumsækjandi rétt á takmarkaðri lögfræðiaðstoð en þetta er oft meira „pappírsvinna“ fremur en persónuleg aðstoð við einstaklinginn. Kveðið er á um andmælarétt eftir endanlega synjun frá dómsmálaráðuneyti í lögum, þ.e. að hælisleitandi getur höfðað mál fyrir dómstólum en þetta er í fyrsta sinn í öllu ferlinu þar sem umsækjandi fær „faglega og persónulega“ lögfræðiaðstoð. Seint er betra en aldrei eða hvað? Í lögunum segir: „Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar“. Þannig að þótt hælisleitandi höfði mál fyrir dómstólum getur hann verið fluttur úr landi áður en dómur fellur. Og ef hann er fluttur úr landi fellur málið niður þar sem enginn á lengur lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningsefninu. Ég veit ekki hve margir hafa farið með mál sín fyrir dómstóla en ég þekki persónulega dæmi þess að umsækjandi var fluttur úr landi rétt áður en málið var tekið fyrir. Það er merkilegt hversu stjórnvöld flýta sér að framkvæma brottvísun umsækjenda eftir að hafa stundum látið þá bíða á annað ár eftir úrskurði. Óttast yfirvöld að dómstólar komist að annarri niðurstöðu en dómsmálaráðuneytið? Ég vek athygli á því að eftir því sem ég best veit hefur ennið ekki fallið dómur varðandi synjun stjórnvalda um hæli. Mér vitandi eru nokkrir menn nú með mál varðandi synjun fyrir dómstólum. Ég vona innilega að þeir verði ekki fluttir úr landi, í það minnsta ekki áður en dómur fellur og hvet almenning til að fylgjast með því að réttur þeirra til að fá skorið úr sínum málum fyrir dómstólum sé virtur.Höfundur er prestur innflytjenda.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar