Það fegursta í heimi Dr. Gunni skrifar 14. nóvember 2007 18:56 Ég er neytandi. Ég lifi á frábærasta tímabili veraldarsögunnar. Ég er örsmátt tannhjól í sældarríkismaskínu Vesturlanda. Ef ég hætti að kaupa fer allt til fjandans og Kringlunni verður breytt í gróðurhús þar sem kleprahærðir auðnuleysingjar úr Saving Iceland rækta grænmeti. Ég sé dót, mig langar í dót, ég kaupi dót. Neyslan er drifkraftur minn, að eilífu, amen. Ég var í röðinni hjá báðum dótabúðunum þegar þær opnuðu. Ég bara réði ekki við mig. Ég var búinn að þaullesa auglýsingablöðin og merkja við. Ég ætlaði sko ekki að missa af þessum tilboðum. Hvorki mig né börnin vantaði beinlínis eitthvað þarna inni, en það kemur ekki málinu við. Það er neysluspennan sem ég sækist í. Ég fæ það sama út úr því að bíða í röð og að skoða dót á netinu. Það að kaupa er skemmtilegasti hluti ferlisins. Sælutilfinningin sem hríslast um mig þegar ég ýti á „kaupa"-takkann er sú sama og þegar ég sé búðarlokuna nálgast dyrnar til að hleypa ösinni inn. Þetta er mun sætari tilfinningin en sú sem ég fæ þegar pósturinn kemur með dótið eða búðarlokan rennir dótinu í gegnum skannann. Forleikurinn er betri en fullnægingin. Ég er með yfirdrátt á þremur reikningum. Ég lít svo á að ég sé að skaffa ríku köllunum bensíndropa á einkaþoturnar sínar. Og svo er ég auðvitað að styrkja íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi. Vitaskuld er ég með kreditkort. Fegursta hljóð í heimi er hljóðið sem berst frá hraðbankanum þegar ég tek út peninga. Þá er eins og örlítill skjálfti fari um kassann, það heyrist hljóð eins og í tannhjólum; svo renna seðlarnir út. Ég hef tekið þetta hljóð upp og spila það stundum til að hressa mig við. Það er margt fallegt í heiminum. Til dæmis hlutir eftir vinsæla hönnuði, þriðju kynslóðar símar, Land Rover, koi-fiskar og dýr myndlist. Þetta jafnast þó ekki á við það fegursta í heimi. Þegar ég sé það fyllist ég bjartsýni og trú á framtíðina. Yfir mig kemur höfgi hins alsæla manns og mér finnst eins og ég muni lifa að eilífu. Þetta eru miðarnir sem birtast einu sinni í mánuði í gluggunum í búðunum. Það stendur á þeim: Nýtt kortatímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun
Ég er neytandi. Ég lifi á frábærasta tímabili veraldarsögunnar. Ég er örsmátt tannhjól í sældarríkismaskínu Vesturlanda. Ef ég hætti að kaupa fer allt til fjandans og Kringlunni verður breytt í gróðurhús þar sem kleprahærðir auðnuleysingjar úr Saving Iceland rækta grænmeti. Ég sé dót, mig langar í dót, ég kaupi dót. Neyslan er drifkraftur minn, að eilífu, amen. Ég var í röðinni hjá báðum dótabúðunum þegar þær opnuðu. Ég bara réði ekki við mig. Ég var búinn að þaullesa auglýsingablöðin og merkja við. Ég ætlaði sko ekki að missa af þessum tilboðum. Hvorki mig né börnin vantaði beinlínis eitthvað þarna inni, en það kemur ekki málinu við. Það er neysluspennan sem ég sækist í. Ég fæ það sama út úr því að bíða í röð og að skoða dót á netinu. Það að kaupa er skemmtilegasti hluti ferlisins. Sælutilfinningin sem hríslast um mig þegar ég ýti á „kaupa"-takkann er sú sama og þegar ég sé búðarlokuna nálgast dyrnar til að hleypa ösinni inn. Þetta er mun sætari tilfinningin en sú sem ég fæ þegar pósturinn kemur með dótið eða búðarlokan rennir dótinu í gegnum skannann. Forleikurinn er betri en fullnægingin. Ég er með yfirdrátt á þremur reikningum. Ég lít svo á að ég sé að skaffa ríku köllunum bensíndropa á einkaþoturnar sínar. Og svo er ég auðvitað að styrkja íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi. Vitaskuld er ég með kreditkort. Fegursta hljóð í heimi er hljóðið sem berst frá hraðbankanum þegar ég tek út peninga. Þá er eins og örlítill skjálfti fari um kassann, það heyrist hljóð eins og í tannhjólum; svo renna seðlarnir út. Ég hef tekið þetta hljóð upp og spila það stundum til að hressa mig við. Það er margt fallegt í heiminum. Til dæmis hlutir eftir vinsæla hönnuði, þriðju kynslóðar símar, Land Rover, koi-fiskar og dýr myndlist. Þetta jafnast þó ekki á við það fegursta í heimi. Þegar ég sé það fyllist ég bjartsýni og trú á framtíðina. Yfir mig kemur höfgi hins alsæla manns og mér finnst eins og ég muni lifa að eilífu. Þetta eru miðarnir sem birtast einu sinni í mánuði í gluggunum í búðunum. Það stendur á þeim: Nýtt kortatímabil.