Förumenn í góðæri 3. desember 2007 00:01 Við, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Pétur Blöndal, Vigdís Grímsdóttir og yfirritaður, erum fimm á ferð um Norðausturland í Landkrúser frá bílaleigu sem heitir Hertz. Á kvöldin lesum við upp fyrir áheyrendur, fólk sem tekur það framyfir aðra afþreyingu að fá að sjá og heyra íslenska rithöfunda. Á hverjum stað bíða okkur hlýjar móttökur hjá fólki sem þykir vænt um bækur. Við erum förumenn bókaþjóðar. Á LEIÐINNI milli staða ræðum við mannlíf og atvinnuástand á svæðinu, og við ræðum líka okkar líf, atvinnu og afkomu. Þeir rithöfundar sem eru svo passlegir að finna náð fyrir augum úthlutunarnefndar starfslauna fá um 230 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem njóta heiðurslauna frá Alþingi fá 125 þúsund krónur á mánuði. Fyrir hvert selt eintak af bók sem kostar um fjögur þúsund krónur fær höfundurinn um 500 kall. Þúsund seld eintök gera þá hálfa milljón. Ljóðskáld og barnabókahöfundar sem skrifa ódýrari bækur fá auðvitað minna sem því nemur. STUNDUM þegar ég hitti sjómenn, bændur, bankastjóra eða stjórnmálamenn segja þeir mér í trúnaði að helst hefðu þeir viljað verða rithöfundar og skáld og lifa lífinu í unaðssemdum fagurra lista, djúpra hugsana og áhyggjulausri heiðríkju hugans. Það finnst mér dásamlegt að heyra og sannfærir mig um að innst inni langar okkur flestöll til að vera góðar manneskjur. SJÁLFUR kann ég ekki við að vera svona nærgöngull og spyr sjómanninn ekki hvort honum sé ljúft að láta hafölduna vagga sér og finna saltan ilm sjávarins. Ég spyr bóndann ekki að því hvort honum þyki lömb falleg. Bankastjórann spyr ég ekki að því hvort konan á fimmþúsundkallinum höfði til hans kynferðislega og stjórnmálamanninn spyr ég ekki að því hvort gáfulegra sé að hafa hvítvoðunga í bleiku eða bláu. FYRIR að rúnta um fjöll og dali á Landkrúsernum fáum við fimmmenningarnir ókeypis mat og húsaskjól og 15 þúsund kall á mann fyrir hvert upplestrarkvöld. Mórallinn í þessari ferðasögu er að listin er löng en lífið stutt, jafnvel í bullandi góðæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun
Við, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Pétur Blöndal, Vigdís Grímsdóttir og yfirritaður, erum fimm á ferð um Norðausturland í Landkrúser frá bílaleigu sem heitir Hertz. Á kvöldin lesum við upp fyrir áheyrendur, fólk sem tekur það framyfir aðra afþreyingu að fá að sjá og heyra íslenska rithöfunda. Á hverjum stað bíða okkur hlýjar móttökur hjá fólki sem þykir vænt um bækur. Við erum förumenn bókaþjóðar. Á LEIÐINNI milli staða ræðum við mannlíf og atvinnuástand á svæðinu, og við ræðum líka okkar líf, atvinnu og afkomu. Þeir rithöfundar sem eru svo passlegir að finna náð fyrir augum úthlutunarnefndar starfslauna fá um 230 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem njóta heiðurslauna frá Alþingi fá 125 þúsund krónur á mánuði. Fyrir hvert selt eintak af bók sem kostar um fjögur þúsund krónur fær höfundurinn um 500 kall. Þúsund seld eintök gera þá hálfa milljón. Ljóðskáld og barnabókahöfundar sem skrifa ódýrari bækur fá auðvitað minna sem því nemur. STUNDUM þegar ég hitti sjómenn, bændur, bankastjóra eða stjórnmálamenn segja þeir mér í trúnaði að helst hefðu þeir viljað verða rithöfundar og skáld og lifa lífinu í unaðssemdum fagurra lista, djúpra hugsana og áhyggjulausri heiðríkju hugans. Það finnst mér dásamlegt að heyra og sannfærir mig um að innst inni langar okkur flestöll til að vera góðar manneskjur. SJÁLFUR kann ég ekki við að vera svona nærgöngull og spyr sjómanninn ekki hvort honum sé ljúft að láta hafölduna vagga sér og finna saltan ilm sjávarins. Ég spyr bóndann ekki að því hvort honum þyki lömb falleg. Bankastjórann spyr ég ekki að því hvort konan á fimmþúsundkallinum höfði til hans kynferðislega og stjórnmálamanninn spyr ég ekki að því hvort gáfulegra sé að hafa hvítvoðunga í bleiku eða bláu. FYRIR að rúnta um fjöll og dali á Landkrúsernum fáum við fimmmenningarnir ókeypis mat og húsaskjól og 15 þúsund kall á mann fyrir hvert upplestrarkvöld. Mórallinn í þessari ferðasögu er að listin er löng en lífið stutt, jafnvel í bullandi góðæri.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun