Banakahólfið: Misjafnt gengi, líka í fréttum 12. desember 2007 00:01 ... Nokkur fljótfærnisbragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntanlegum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta. Ef slík lán eru tekin þegar krónan er sterk hækkar jú höfuðstóllinn (í krónum talið) þegar hún veikist. Væntanlega hafa menn nú samt orð á þessari áhættu hjá Sparnaði þegar fólk tekur að leita upplýsinga þar um vænleika þess að taka slík lán. Kveður við nýjan tónÍ þeim forsmekk að fjármálaóróleika sem íslensku bankarnir fengust við í fyrra var alvanalegt í úttektum og greiningum erlendis að Glitnir var talinn vænsti kosturinn af þeim þremur. Var það gjarnan rakið til þess að viðskiptamódel bankans væri nær þeim evrópsku, meðan Kaupþing, sem gjarnan var talinn áhættusæknari og frekar að amerískri fyrirmynd í vaxtarstefnu, var óvinsælastur. Núna kveður heldur við annan tón í nýrri greiningu svissneska alþjóðabankans UBS. Þar segist UBS fremur mæla með bréfum Kaupþings en Glitnis, þar sem sá síðarnefndi reiði sig í meiri mæli á heimamarkað á Íslandi og svo í Noregi þar sem hægi á, auk þess sem Glitnir sé líklegri til að ráðast í fyrirtækjakaup.SMS-afmæliÞað eru fleiri en Jesús sem fagna tímamótum um þetta leytið en SMS-ið er komið á unglingsár, fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Fyrsta SMS-ið mun hafa verið sent á milli verkfræðinga sem störfuðu hjá breska farsímarisanum Vodafone og innihélt jólakveðju. Þetta þótti ágætur samskiptamáti fyrir vinnufélaga til að hafa samband sín á milli. Tæknin taldist þó ekki merkileg í fyrstu innan veggja farsímarisans. Það mun því hafa komið á óvart þegar hróðurinn barst út fyrir dyrnar. Nú er svo komið að milljónir þumla víða um heim leika um lyklaborð farsíma í dag. Þetta myndi nú kallast að láta koma sér þægilega á óvart. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Nokkur fljótfærnisbragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntanlegum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta. Ef slík lán eru tekin þegar krónan er sterk hækkar jú höfuðstóllinn (í krónum talið) þegar hún veikist. Væntanlega hafa menn nú samt orð á þessari áhættu hjá Sparnaði þegar fólk tekur að leita upplýsinga þar um vænleika þess að taka slík lán. Kveður við nýjan tónÍ þeim forsmekk að fjármálaóróleika sem íslensku bankarnir fengust við í fyrra var alvanalegt í úttektum og greiningum erlendis að Glitnir var talinn vænsti kosturinn af þeim þremur. Var það gjarnan rakið til þess að viðskiptamódel bankans væri nær þeim evrópsku, meðan Kaupþing, sem gjarnan var talinn áhættusæknari og frekar að amerískri fyrirmynd í vaxtarstefnu, var óvinsælastur. Núna kveður heldur við annan tón í nýrri greiningu svissneska alþjóðabankans UBS. Þar segist UBS fremur mæla með bréfum Kaupþings en Glitnis, þar sem sá síðarnefndi reiði sig í meiri mæli á heimamarkað á Íslandi og svo í Noregi þar sem hægi á, auk þess sem Glitnir sé líklegri til að ráðast í fyrirtækjakaup.SMS-afmæliÞað eru fleiri en Jesús sem fagna tímamótum um þetta leytið en SMS-ið er komið á unglingsár, fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Fyrsta SMS-ið mun hafa verið sent á milli verkfræðinga sem störfuðu hjá breska farsímarisanum Vodafone og innihélt jólakveðju. Þetta þótti ágætur samskiptamáti fyrir vinnufélaga til að hafa samband sín á milli. Tæknin taldist þó ekki merkileg í fyrstu innan veggja farsímarisans. Það mun því hafa komið á óvart þegar hróðurinn barst út fyrir dyrnar. Nú er svo komið að milljónir þumla víða um heim leika um lyklaborð farsíma í dag. Þetta myndi nú kallast að láta koma sér þægilega á óvart.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira