Banakahólfið: Misjafnt gengi, líka í fréttum 12. desember 2007 00:01 ... Nokkur fljótfærnisbragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntanlegum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta. Ef slík lán eru tekin þegar krónan er sterk hækkar jú höfuðstóllinn (í krónum talið) þegar hún veikist. Væntanlega hafa menn nú samt orð á þessari áhættu hjá Sparnaði þegar fólk tekur að leita upplýsinga þar um vænleika þess að taka slík lán. Kveður við nýjan tónÍ þeim forsmekk að fjármálaóróleika sem íslensku bankarnir fengust við í fyrra var alvanalegt í úttektum og greiningum erlendis að Glitnir var talinn vænsti kosturinn af þeim þremur. Var það gjarnan rakið til þess að viðskiptamódel bankans væri nær þeim evrópsku, meðan Kaupþing, sem gjarnan var talinn áhættusæknari og frekar að amerískri fyrirmynd í vaxtarstefnu, var óvinsælastur. Núna kveður heldur við annan tón í nýrri greiningu svissneska alþjóðabankans UBS. Þar segist UBS fremur mæla með bréfum Kaupþings en Glitnis, þar sem sá síðarnefndi reiði sig í meiri mæli á heimamarkað á Íslandi og svo í Noregi þar sem hægi á, auk þess sem Glitnir sé líklegri til að ráðast í fyrirtækjakaup.SMS-afmæliÞað eru fleiri en Jesús sem fagna tímamótum um þetta leytið en SMS-ið er komið á unglingsár, fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Fyrsta SMS-ið mun hafa verið sent á milli verkfræðinga sem störfuðu hjá breska farsímarisanum Vodafone og innihélt jólakveðju. Þetta þótti ágætur samskiptamáti fyrir vinnufélaga til að hafa samband sín á milli. Tæknin taldist þó ekki merkileg í fyrstu innan veggja farsímarisans. Það mun því hafa komið á óvart þegar hróðurinn barst út fyrir dyrnar. Nú er svo komið að milljónir þumla víða um heim leika um lyklaborð farsíma í dag. Þetta myndi nú kallast að láta koma sér þægilega á óvart. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Nokkur fljótfærnisbragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntanlegum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta. Ef slík lán eru tekin þegar krónan er sterk hækkar jú höfuðstóllinn (í krónum talið) þegar hún veikist. Væntanlega hafa menn nú samt orð á þessari áhættu hjá Sparnaði þegar fólk tekur að leita upplýsinga þar um vænleika þess að taka slík lán. Kveður við nýjan tónÍ þeim forsmekk að fjármálaóróleika sem íslensku bankarnir fengust við í fyrra var alvanalegt í úttektum og greiningum erlendis að Glitnir var talinn vænsti kosturinn af þeim þremur. Var það gjarnan rakið til þess að viðskiptamódel bankans væri nær þeim evrópsku, meðan Kaupþing, sem gjarnan var talinn áhættusæknari og frekar að amerískri fyrirmynd í vaxtarstefnu, var óvinsælastur. Núna kveður heldur við annan tón í nýrri greiningu svissneska alþjóðabankans UBS. Þar segist UBS fremur mæla með bréfum Kaupþings en Glitnis, þar sem sá síðarnefndi reiði sig í meiri mæli á heimamarkað á Íslandi og svo í Noregi þar sem hægi á, auk þess sem Glitnir sé líklegri til að ráðast í fyrirtækjakaup.SMS-afmæliÞað eru fleiri en Jesús sem fagna tímamótum um þetta leytið en SMS-ið er komið á unglingsár, fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Fyrsta SMS-ið mun hafa verið sent á milli verkfræðinga sem störfuðu hjá breska farsímarisanum Vodafone og innihélt jólakveðju. Þetta þótti ágætur samskiptamáti fyrir vinnufélaga til að hafa samband sín á milli. Tæknin taldist þó ekki merkileg í fyrstu innan veggja farsímarisans. Það mun því hafa komið á óvart þegar hróðurinn barst út fyrir dyrnar. Nú er svo komið að milljónir þumla víða um heim leika um lyklaborð farsíma í dag. Þetta myndi nú kallast að láta koma sér þægilega á óvart.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira