Uppi á stól stendur mín Anna Gerður Kristný skrifar 22. desember 2007 06:00 Í ár varð óvenjulítið fár í fjölmiðlum vegna jólastressins eins og oft hefur hent á aðventunni. Þess í stað fjölluðu fjölmiðlar fagmannlega um jóladrykkju og jólaþunglyndi sem eyðilagt hafa hátíðina fyrir mörgu barninu. Fyrir flesta er aðventan samt sem betur fer alltaf jafnnotaleg. Og það er engin ástæða til að verja henni á köldum kirkjubekk og hugsa um píslir Krumma í Mínus. Það má líka alveg skemmta sér og sínum og hér koma hugmyndir að tveimur góðum leikjum sem ég mana ykkur að prófa. Komið af stað umræðu í lesendadálkum blaðanna með því að yrkja jólasálm upp á nýtt. Uppástandið til dæmis að í ykkar heimasveit, Efra-Breiðholtinu eða Fossvoginum, hafi Jólasveinar ganga um gólf alltaf verið sungið svona: „Uppi á stól stendur mín Anna/níu nóttum fyrir jól/ kem ég til manna". Svo væri hægt að segja frá því að Anna þessi hefði búið í Suður-Þingeyjarsýslu, gift nafngreindum presti. Einn daginn greip hana mikið óyndi og litlu síðar sást til hennar þar sem hún arkaði til fjalla. Fannst hún ekki hvernig sem menn leituðu. Það var ekki fyrr en einmitt 15. desember að hún birtist aftur á prestsetrinu, vel útitekin. Lét Anna vel af sér þótt ekki hefði hún viljað segja neitt um vistina á fjöllum. Lítil stúlka spurði hana þá hvort hún hefði nokkuð séð til jólasveina og þannig kom nú tengingin við þá bræður eins og sjá má í vísunni góðu. Ætla má að svona frásögn kæmi af stað skriðu heitfenginna bréfa þar sem fólk lýsti því hvernig það hafi lært vísuna góðu. Svo er það leikurinn góði sem ég hef sjálf prófað ár eftir ár. Veljið ykkur vinsæla matvöruverslun þar sem raðirnar liðast út frá öllum kössum. Þegar loks er komið að ykkur og afgreiðslumaðurinn hefur nefnt verðið á hangikjötinu, baununum, rauðkálinu og öllu því sem ykkur vantar skuluð þið endurtaka upphæðina í spyrjandi tón og bæta síðan grafalvarleg við: ,,Viltu ekki renna þessu aftur í gegn svo við getum verið algjörlega viss?" Fylgist síðan með því hvernig slaknar á andlitsvöðvum afgreiðslumannsins og hvernig fólkið í röðinni skiptir þunganum af öðrum fætinum yfir á hinn, dregur hljóðlaust inn andann en blæs duglega frá sér. Þá fyrst skulið þið viðurkenna að þið hafið bara verið að gantast. Að þessu loknu geta jólin fyrst hafist. Gleðilega hátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun
Í ár varð óvenjulítið fár í fjölmiðlum vegna jólastressins eins og oft hefur hent á aðventunni. Þess í stað fjölluðu fjölmiðlar fagmannlega um jóladrykkju og jólaþunglyndi sem eyðilagt hafa hátíðina fyrir mörgu barninu. Fyrir flesta er aðventan samt sem betur fer alltaf jafnnotaleg. Og það er engin ástæða til að verja henni á köldum kirkjubekk og hugsa um píslir Krumma í Mínus. Það má líka alveg skemmta sér og sínum og hér koma hugmyndir að tveimur góðum leikjum sem ég mana ykkur að prófa. Komið af stað umræðu í lesendadálkum blaðanna með því að yrkja jólasálm upp á nýtt. Uppástandið til dæmis að í ykkar heimasveit, Efra-Breiðholtinu eða Fossvoginum, hafi Jólasveinar ganga um gólf alltaf verið sungið svona: „Uppi á stól stendur mín Anna/níu nóttum fyrir jól/ kem ég til manna". Svo væri hægt að segja frá því að Anna þessi hefði búið í Suður-Þingeyjarsýslu, gift nafngreindum presti. Einn daginn greip hana mikið óyndi og litlu síðar sást til hennar þar sem hún arkaði til fjalla. Fannst hún ekki hvernig sem menn leituðu. Það var ekki fyrr en einmitt 15. desember að hún birtist aftur á prestsetrinu, vel útitekin. Lét Anna vel af sér þótt ekki hefði hún viljað segja neitt um vistina á fjöllum. Lítil stúlka spurði hana þá hvort hún hefði nokkuð séð til jólasveina og þannig kom nú tengingin við þá bræður eins og sjá má í vísunni góðu. Ætla má að svona frásögn kæmi af stað skriðu heitfenginna bréfa þar sem fólk lýsti því hvernig það hafi lært vísuna góðu. Svo er það leikurinn góði sem ég hef sjálf prófað ár eftir ár. Veljið ykkur vinsæla matvöruverslun þar sem raðirnar liðast út frá öllum kössum. Þegar loks er komið að ykkur og afgreiðslumaðurinn hefur nefnt verðið á hangikjötinu, baununum, rauðkálinu og öllu því sem ykkur vantar skuluð þið endurtaka upphæðina í spyrjandi tón og bæta síðan grafalvarleg við: ,,Viltu ekki renna þessu aftur í gegn svo við getum verið algjörlega viss?" Fylgist síðan með því hvernig slaknar á andlitsvöðvum afgreiðslumannsins og hvernig fólkið í röðinni skiptir þunganum af öðrum fætinum yfir á hinn, dregur hljóðlaust inn andann en blæs duglega frá sér. Þá fyrst skulið þið viðurkenna að þið hafið bara verið að gantast. Að þessu loknu geta jólin fyrst hafist. Gleðilega hátíð!
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun