Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl 5. janúar 2007 13:23 Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira