Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu 9. janúar 2007 15:15 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á heimili konunnar reynt að þröngva henni til samræðis við sig þar sem hann hann brá belti um háls hennar og herti að, dró konuna niður á gólf með því að toga í beltið, settist klofvega ofan á hana, tók hana úr buxum og nærbuxum, þrýsti öðru hnénu á upphandlegg hennar og hélt henni þannig fastri um stund. Við þetta hlaut konan mar á hálsi, blæðingar undir húð á hálsi og andliti og marblett á hægri olnboga. Konan hélt því fram fyrir dómi að fyrrverandi eiginmaður sinn hefði brugðist svona við þegar hún neitaði að hafa við hann samræði en maðurinn hélt því fram að hann hefði reiðst vegna ásakana konunnar um hirðuleysi hans gagnvart dóttur þeirra. Þá neitaði hann að hafa reynt að nauðga konunni. Bent er á í dómnum að í málinu liggi ekki fyrir upplýsingar um hvernig ákærði fór að því að færa sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum þegar hún lá á gólfinu meðan hann hélt lykkjunni fastri um háls hennar og sat ofan á henni. Þá hafi konan sagst ekki muna hvernig ákærði náði henni úr fötunum eða hvort hann hafi eyðilagt fötin við það. Verði því ekki fram hjá því litið að mati dómsins að framburður stúlkunnar njóti ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins að þessu leyti. Taldi dómurinn því að fyrir hendi væri skynsamlegur vafi um hvort maðurinn hefði fært sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum og sýknaði hann af ákæru um tilraun til nauðgunar. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás sem dómurinn segir hafa verið lífshættulega, fólskulega og unna innan veggja heimilis fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður, sem átti sér einskis ills von frá hans hendi. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á að kynferðislegar hvatir hafi búið að baki árásinni verði engu síður að líta til þess að ofbeldi ákærða stóð yfir í umtalsverðan tíma og var til þess fallið að niðurlægja barnsmóður hans og svipta hana mannlegri reisn.Á hinn bóginn megi líta til þess að líkamlegir áverkar konunnar hafi verið smávægilegir og að ákærði hafi sýnt nokkur merki iðrunar í framhaldi af broti sínu enda þótt hann játaði það ekki fyrir lögreglu. Þá verði enn fremur að líta til þess að rúmlega tuttugu mánuðir séu liðnir frá því brotið var framið og að óútskýrðar tafir hefðu orðið á lögreglurannsókn málsins.Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi sannað að maðurinn hefði gert tilraun til að nauðga konunni. Því bæri að þyngja refsinguna og dæma hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á heimili konunnar reynt að þröngva henni til samræðis við sig þar sem hann hann brá belti um háls hennar og herti að, dró konuna niður á gólf með því að toga í beltið, settist klofvega ofan á hana, tók hana úr buxum og nærbuxum, þrýsti öðru hnénu á upphandlegg hennar og hélt henni þannig fastri um stund. Við þetta hlaut konan mar á hálsi, blæðingar undir húð á hálsi og andliti og marblett á hægri olnboga. Konan hélt því fram fyrir dómi að fyrrverandi eiginmaður sinn hefði brugðist svona við þegar hún neitaði að hafa við hann samræði en maðurinn hélt því fram að hann hefði reiðst vegna ásakana konunnar um hirðuleysi hans gagnvart dóttur þeirra. Þá neitaði hann að hafa reynt að nauðga konunni. Bent er á í dómnum að í málinu liggi ekki fyrir upplýsingar um hvernig ákærði fór að því að færa sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum þegar hún lá á gólfinu meðan hann hélt lykkjunni fastri um háls hennar og sat ofan á henni. Þá hafi konan sagst ekki muna hvernig ákærði náði henni úr fötunum eða hvort hann hafi eyðilagt fötin við það. Verði því ekki fram hjá því litið að mati dómsins að framburður stúlkunnar njóti ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins að þessu leyti. Taldi dómurinn því að fyrir hendi væri skynsamlegur vafi um hvort maðurinn hefði fært sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum og sýknaði hann af ákæru um tilraun til nauðgunar. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás sem dómurinn segir hafa verið lífshættulega, fólskulega og unna innan veggja heimilis fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður, sem átti sér einskis ills von frá hans hendi. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á að kynferðislegar hvatir hafi búið að baki árásinni verði engu síður að líta til þess að ofbeldi ákærða stóð yfir í umtalsverðan tíma og var til þess fallið að niðurlægja barnsmóður hans og svipta hana mannlegri reisn.Á hinn bóginn megi líta til þess að líkamlegir áverkar konunnar hafi verið smávægilegir og að ákærði hafi sýnt nokkur merki iðrunar í framhaldi af broti sínu enda þótt hann játaði það ekki fyrir lögreglu. Þá verði enn fremur að líta til þess að rúmlega tuttugu mánuðir séu liðnir frá því brotið var framið og að óútskýrðar tafir hefðu orðið á lögreglurannsókn málsins.Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi sannað að maðurinn hefði gert tilraun til að nauðga konunni. Því bæri að þyngja refsinguna og dæma hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira