Sport

Engar stórar yfirlýsingar hjá Federer

Federer fagnar hér sigri á Wimbledon mótinu í fyrra
Federer fagnar hér sigri á Wimbledon mótinu í fyrra AFP

Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar ekki að gefa út neinar stórar yfirlýsingar fyrir komandi tímabil í tennis og vill ekki gefa það út að hann stefni á að vinna öll risamótin á árinu. Hann komst mjög nálægt því á síðasta ári og allir eru sammála um að hann geti náð að vinna þau öll í ár, enda er Federer einfaldlega besti tennisleikari heimsins í dag.

"Ég er nú fyrst og fremst að einbeita mér að opna ástralska meistaramótinu núna og ef ég næ að spila vel hérna, getur vel verið að ég setji mér háleit markmið. Ég veit það ekki fyrr en eftir nokkrar vikur hvernig ég fer af stað í ár, en það er aldrei að vita hvað verður. Maður getur samt ekki unnið hverja einustu keppni," sagði Svisslendingurinn magnaði.

Federer vann sigur á þremur af fjórum stærstu mótum ársins í fyrra þegar hann sigraði á opna ástralska, opna bandaríska og Wimbledon - en tapaði fyrir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitaleik opna franska meistaramótsins á Roland Garros vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×