Sport

De Villiers kominn í forystu eftir frábæran dag

Giniel De Villiers er hér á fullri ferð í eyðimörkinni í Máritaníu
Giniel De Villiers er hér á fullri ferð í eyðimörkinni í Máritaníu AFP

Suður-Afríkumaðurinn Giniel Del Villiers náði í dag forystu í Dakar-rallinu eftir frábæran akstur á sjöundu dagleið þar sem eknir voru 542 kílómetrar í Máritaníu, sem er land í norðvesturhluta Afríku.

De Villiers, sem ekur á Volkswagen, kom í mark í dag næstum fimm mínútum á undan Spánverjanum Carlos Sainz sem hafði haldið forystu síðustu daga og því er De Villiers nú með mínútu og 39 sekúndna forskot á Sainz í heildarkeppninni. Sainz kom þriðji í mark í dag.

Frakkinn Cyril Despres vann sjöundu dagleiðina í vélhljólaflokki en þar þurfti að stytta keppnina nokkuð vegna sandstorms, en þar er Spánverjinn Marc Coma enn í forystu á KTM hjóli sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×