Tvíhöfði í NFL í beinni á Sýn í kvöld 21. janúar 2007 15:11 Öskubuskulið New Orleans Saints verður í eldlínunni í kvöld NordicPhotos/GettyImages Spennan er að ná hámarki í NFL-deildinni en Super Bowl-leikurinn fer fram eftir aðeins tvær vikur. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitaleik deildarinnar. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bears og New Orleans Saints í úrslitum Ameríkudeildarinnar en leikið er á heimavelli Bears, Soldier Field. New Orleans liðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna enda hefur liðið kveikt von í brjóstum íbúa New Orleans sem hafa gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu mánuði. Gengi liðsins er Öskubuskusaga ársins í bandarísku íþróttalífi og margir óháðir vilja gjarna sjá liðið fara alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir fram er búist við jafnri og spennandi viðureign en margir telja að niðurstaða leiksins muni ráðast af frammistöðu Rex Grossman, leikstjórnanda Bears, sem hefur átt mjög sveiflukennt tímabil. Síðari leikur kvöldsins er að mati sérfræðinga mun áhugaverðari en þá tekur Indianapolis Colts, sem er leitt af besta leikstjórnanda deildarinnar Peyton Manning, á móti New England Patriots sem hefur unnið þrjá Super Bowl-leiki síðan árið 2001. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar státar af eins glæsilegum árangri í úrslitakeppninni og Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, og það mun mikið mæða á honum í þessum leik. Þessi lið hafa mæst í úrslitakeppninni undanfarin ár og þá hefur Patriots ávallt haft betur þó svo Colts hafi á stundum verið talið sigurstranglegra. Colts er aftur á móti á heimavelli í þessum leik og það gæti haft mikið að segja enda hefur liðinu ávallt gengið skelfilega í kuldanum í Boston. Patriots er grýla Colts-liðsins og þá grýlu þarf Colts að leggja svo liðið nái langþráðu takmarki sínu að komast í Super Bowl. Margir sérfræðingar telja að tími Colts sé loks upp runninn en hvort það sé satt kemur í ljós í beinni á Sýn í kvöld. Leikur Chicago og New Orleans hefst klukkan 19:50 og leikur Indianapolis og New England klukkan 23:30. Erlendar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Spennan er að ná hámarki í NFL-deildinni en Super Bowl-leikurinn fer fram eftir aðeins tvær vikur. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitaleik deildarinnar. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bears og New Orleans Saints í úrslitum Ameríkudeildarinnar en leikið er á heimavelli Bears, Soldier Field. New Orleans liðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna enda hefur liðið kveikt von í brjóstum íbúa New Orleans sem hafa gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu mánuði. Gengi liðsins er Öskubuskusaga ársins í bandarísku íþróttalífi og margir óháðir vilja gjarna sjá liðið fara alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir fram er búist við jafnri og spennandi viðureign en margir telja að niðurstaða leiksins muni ráðast af frammistöðu Rex Grossman, leikstjórnanda Bears, sem hefur átt mjög sveiflukennt tímabil. Síðari leikur kvöldsins er að mati sérfræðinga mun áhugaverðari en þá tekur Indianapolis Colts, sem er leitt af besta leikstjórnanda deildarinnar Peyton Manning, á móti New England Patriots sem hefur unnið þrjá Super Bowl-leiki síðan árið 2001. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar státar af eins glæsilegum árangri í úrslitakeppninni og Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, og það mun mikið mæða á honum í þessum leik. Þessi lið hafa mæst í úrslitakeppninni undanfarin ár og þá hefur Patriots ávallt haft betur þó svo Colts hafi á stundum verið talið sigurstranglegra. Colts er aftur á móti á heimavelli í þessum leik og það gæti haft mikið að segja enda hefur liðinu ávallt gengið skelfilega í kuldanum í Boston. Patriots er grýla Colts-liðsins og þá grýlu þarf Colts að leggja svo liðið nái langþráðu takmarki sínu að komast í Super Bowl. Margir sérfræðingar telja að tími Colts sé loks upp runninn en hvort það sé satt kemur í ljós í beinni á Sýn í kvöld. Leikur Chicago og New Orleans hefst klukkan 19:50 og leikur Indianapolis og New England klukkan 23:30.
Erlendar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira