Hertar mengunarkröfur í nýju deiliskipulagi um álversstækkun 24. janúar 2007 18:42 Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum. Skipulags og byggingaráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær fyrir sitt leyti að nýtt deiliskipulag fyrir álverssvæðið fari í almennt skipulagsferli að lokinni atkvæðagreiðslu íbúa um tillöguna. Jafnframt samþykkti bæjarráð að kosning um málið skuli fara fram hinn 31. mars næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði boðaði til fréttamannafundar í dag, þar sem hann kynnt deiluskipulagið og forsendur þess. Ef deiliskipulagið nær fram að ganga mun svo kallað þynnigarsvæði minnka um tvo þriðju, fara úr um tíu ferílómetrum í rúmlega þrjá ferkílómetra. Þá mun mengun á hvert framleitt tonn af áli í stækkaðri verksmiðju verða minni en í núverandi verksmiðju. "Við erum að tala um það að setja fram mjög auknar kröfur varðandi mengunarvarnir, umfram það sem umhverfismat og umfram það sem starfsleyfið gaf og veitti Alcan," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Farið sé fram með ítrustu kröfur sem þekkist hér á landi og víðast annars staðar í þessum rekstri. "Og það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt að það hefur nást gott samkomulag og samstarf við Alcan um að mæta okkur í þeim kröfum," segir Lúðvík. Lúðvík segir að horfa verði til allra þátta þegar stækkun álversins er metin. Mengunar- og umhverfismála, þeirra starfa sem þarna eru og þjónustu sem þrýfst á starfsemi álversins og þær beinu tekjur sem það fæirir bænum. Lúðvík vill að Alþingi afgreiði hið fyrsta breytingar á lögum um skattlagningu álversins, sem forráðamenn álversins hafa óskað eftir, sem myndu gefa bænum 200 milljón króna tekjur af verksmiðjunni eins og hún er nú, í stað 70 milljóna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar komu að gerð deiliskipulagsins ásamt fulltrúum Alcan og svo virðist sem þverpólitísk samstaða ríki um að setja þetta skipulag fram. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði er enda ánægður með niðurstöðuna. "Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefur úr þessari yfirgripsmiklu vinnu með Alcan á undanförnum mánuðum. Og sérstakt ánægjuefni að það er full pólitísk samstaða milli fulltrúa allra flokka Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um það að þetta sé tillaga sem við erum ásátt um að nái þeim markmiðum og skilyrðum sem við höfum sett fram í okkar viðræðum og það sé eðlilegt að það sé þetta sem lagt sé fyrir íbúana hér í bænum. Rannveig Rist forstjóri Alcan segir fyrirtækið geta uppfyllt þessi skilyrði. "Já, við treystum okkur til þess. Við erum hér með mjög metnaðarfullt starf í mengunarmálum og við höfum ekki verið að berjast við að ná einhverjum takmörkum sem hafa verið sett á okkur, heldur verið undir öllum mörkum. Við höfum mikinn metnað á þessu sviði. Þannig að við höldum því góða starfi áfram og fögnum því að náðst hafi þverpólitísk samstaða um þetta mál," segir Rannveig Rist. Fréttir Innlent Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum. Skipulags og byggingaráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær fyrir sitt leyti að nýtt deiliskipulag fyrir álverssvæðið fari í almennt skipulagsferli að lokinni atkvæðagreiðslu íbúa um tillöguna. Jafnframt samþykkti bæjarráð að kosning um málið skuli fara fram hinn 31. mars næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði boðaði til fréttamannafundar í dag, þar sem hann kynnt deiluskipulagið og forsendur þess. Ef deiliskipulagið nær fram að ganga mun svo kallað þynnigarsvæði minnka um tvo þriðju, fara úr um tíu ferílómetrum í rúmlega þrjá ferkílómetra. Þá mun mengun á hvert framleitt tonn af áli í stækkaðri verksmiðju verða minni en í núverandi verksmiðju. "Við erum að tala um það að setja fram mjög auknar kröfur varðandi mengunarvarnir, umfram það sem umhverfismat og umfram það sem starfsleyfið gaf og veitti Alcan," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Farið sé fram með ítrustu kröfur sem þekkist hér á landi og víðast annars staðar í þessum rekstri. "Og það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt að það hefur nást gott samkomulag og samstarf við Alcan um að mæta okkur í þeim kröfum," segir Lúðvík. Lúðvík segir að horfa verði til allra þátta þegar stækkun álversins er metin. Mengunar- og umhverfismála, þeirra starfa sem þarna eru og þjónustu sem þrýfst á starfsemi álversins og þær beinu tekjur sem það fæirir bænum. Lúðvík vill að Alþingi afgreiði hið fyrsta breytingar á lögum um skattlagningu álversins, sem forráðamenn álversins hafa óskað eftir, sem myndu gefa bænum 200 milljón króna tekjur af verksmiðjunni eins og hún er nú, í stað 70 milljóna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar komu að gerð deiliskipulagsins ásamt fulltrúum Alcan og svo virðist sem þverpólitísk samstaða ríki um að setja þetta skipulag fram. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði er enda ánægður með niðurstöðuna. "Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefur úr þessari yfirgripsmiklu vinnu með Alcan á undanförnum mánuðum. Og sérstakt ánægjuefni að það er full pólitísk samstaða milli fulltrúa allra flokka Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um það að þetta sé tillaga sem við erum ásátt um að nái þeim markmiðum og skilyrðum sem við höfum sett fram í okkar viðræðum og það sé eðlilegt að það sé þetta sem lagt sé fyrir íbúana hér í bænum. Rannveig Rist forstjóri Alcan segir fyrirtækið geta uppfyllt þessi skilyrði. "Já, við treystum okkur til þess. Við erum hér með mjög metnaðarfullt starf í mengunarmálum og við höfum ekki verið að berjast við að ná einhverjum takmörkum sem hafa verið sett á okkur, heldur verið undir öllum mörkum. Við höfum mikinn metnað á þessu sviði. Þannig að við höldum því góða starfi áfram og fögnum því að náðst hafi þverpólitísk samstaða um þetta mál," segir Rannveig Rist.
Fréttir Innlent Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira