Mikil hækkun á fiskverði milli ára 24. janúar 2007 23:30 Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára. Kannað var verð á 29 tegundum fiskmetis í fiskbúðum og fiskborðum stórmarkaða og reyndist verslun Fiskisögu við Sundlaugaveg oftast með hæsta verðið, eða í 15 tilvikum. Lægsta verðið var oftast að finna í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, eða í 8 tilvikum. Mikil verðmunur var á milli verslana á öllum þeim tegundum sem skoðaðar voru. Munur á hæsta og lægsta verði var í flestum tilvikum yfir 40% og á mörgum tegundum reyndist mun meiri verðmunur. Mestur verðmunur í könnuninni var á útvötnuðum saltfiski sem var dýrastur kr. 1.590 í verslunum Fiskisögu en ódýrastur kr. 838 í Fjarðarkaupum sem er kr. 752 verðmunur eða 90%. Meðalverð á kílói af roðflettum beinlausum ýsuflökum sem eru vinsæl á borðum landsmanna kostaði kr. 1.023 fyrir ári en kostaði nú kr. 1.202 sem er 18 % hækkun á milli ára. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Nóatúni Hringbraut 119, Melabúðinni Hagamel 39, Fiskisögu Nesvegi 100, Fiskbúðinni Freyjugötu 1, Fiskisögu Skipholti 70, Fiskisögu Sundlaugavegi 12, Fiskisögu Háaleitisbraut 58-60, Hagkaupum Skeifunni, Fiskbúðinni Hafberg Gnoðavogi 44, Fiskbúðinni Arnarbakka 4-6, Fiskisögu Höfðabakka, Fiskbúðinni Hófgerði 30, Fiskbúðinni Okkar Smiðjuvegi 8, Fiskbúðinni Lækjargötu 34b Hf, Fiskbúðinni Trönuhrauni 9 Hf, Samkaupum-Úrval Miðvangi 41 Hf, og Fjarðarkaupum Hólshrauni 1B Hf. Gallerý fiskur við Nethyl heimilaði ekki aðilum frá verðlagseftirlitinu að taka niður verð í verslun sinni. Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu ASÍ Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára. Kannað var verð á 29 tegundum fiskmetis í fiskbúðum og fiskborðum stórmarkaða og reyndist verslun Fiskisögu við Sundlaugaveg oftast með hæsta verðið, eða í 15 tilvikum. Lægsta verðið var oftast að finna í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, eða í 8 tilvikum. Mikil verðmunur var á milli verslana á öllum þeim tegundum sem skoðaðar voru. Munur á hæsta og lægsta verði var í flestum tilvikum yfir 40% og á mörgum tegundum reyndist mun meiri verðmunur. Mestur verðmunur í könnuninni var á útvötnuðum saltfiski sem var dýrastur kr. 1.590 í verslunum Fiskisögu en ódýrastur kr. 838 í Fjarðarkaupum sem er kr. 752 verðmunur eða 90%. Meðalverð á kílói af roðflettum beinlausum ýsuflökum sem eru vinsæl á borðum landsmanna kostaði kr. 1.023 fyrir ári en kostaði nú kr. 1.202 sem er 18 % hækkun á milli ára. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Nóatúni Hringbraut 119, Melabúðinni Hagamel 39, Fiskisögu Nesvegi 100, Fiskbúðinni Freyjugötu 1, Fiskisögu Skipholti 70, Fiskisögu Sundlaugavegi 12, Fiskisögu Háaleitisbraut 58-60, Hagkaupum Skeifunni, Fiskbúðinni Hafberg Gnoðavogi 44, Fiskbúðinni Arnarbakka 4-6, Fiskisögu Höfðabakka, Fiskbúðinni Hófgerði 30, Fiskbúðinni Okkar Smiðjuvegi 8, Fiskbúðinni Lækjargötu 34b Hf, Fiskbúðinni Trönuhrauni 9 Hf, Samkaupum-Úrval Miðvangi 41 Hf, og Fjarðarkaupum Hólshrauni 1B Hf. Gallerý fiskur við Nethyl heimilaði ekki aðilum frá verðlagseftirlitinu að taka niður verð í verslun sinni. Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu ASÍ
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira