Ronaldo farinn til Milan

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er genginn í raðir AC Milan og er kaupverðið sagt um 6 milljónir evra. Ronaldo lék áður með Inter á Ítalíu og er því öllum hnútum kunnugur í Mílanó. Hann er þrítugur og hafði átt erfitt uppdráttar hjá Real síðan Fabio Capello tók þar við stjórnartaumum.